laugardagur, mars 05, 2005

Laugardagur til lukku?

Já, þetta er erfitt. Fór í tíma í morgun kl. 8.55 sem mér þykir ekkert sélega kristilegt á laugardagsmorgni. Fyrirlesturinn var erfiður og stóð yfir í 4 tíma. Góð byrjun á góðum degi, ha!
Ég hlakkaði nú til samt að fara að spila leik sem ég var klára. Mótherjarnir voru engir aðrir en ellismellirnir í BK Rosen. Við rústuðum leiknum en ég spilaði líklega lélegasta leik sem ég hef á ævinni spilað. Ég skoraði eitt stig á 25 mínútum. Hitti ekki úr einu þriggja en skaut ca. 10 skotum. Hitti ekki úr einu lay-öppi en tók ca. 10 slík líka. Já ég var hetja dagsins. Það versta var að maðurinn sem var að dekka mig var um sextugt. Þetta var fyrsti laugardagsleikurinn sem ég spila ótimbraður. Ég hugsa að ég mæti bara fullur næst. En nú eru svo tvö Partý í kvöld, partý,partý! Það dugir því ekkert minna en 4 rauðví,n (þær voru á pakkatilboði) bjór og gin.
Aldrei að vita nema maður setji eina þriggja í kvöld á danska vísu?

2 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

Flott strákur! Þú átt eftir að kollríða bloggheiminum!

13:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjór og gin hljómar mjög vel enda er ekkert svo vont að blanda bjór í gin.
luv hb

11:16  

Skrifa ummæli

<< Home