þriðjudagur, mars 08, 2005

Titill

Já, það var fjör í partýi um helgina. Við Haukur buðum Bertrandi í mat og létum hann elda! Sniðugir þar. Frosnar, rauðvínsmarineraðar kjúklingabringur úr Nettó á síðasta söludegi urðu fyrir valinu ásamt frönskum a la Haukur (opna poka, hella á bakka). Fransmaðurinn átti nú ekki í vandræðum með að töfra fram dýrindis máltíð úr þessu. Við Haukur stóðum hjá og reyndum að læra af Fransmanninum. Svo var partý í Köben en samt vorum við nær Malmö heldur en Nörreport, skrítið en næstum satt. Að því tilefni fannst mér kjörið að öskra í sænska símann svona þrisvar, til að vera viss um að ekkert væri eftir. Svona langlínusímtöl eru ávísun á erfiðan dag daginn eftir. Það stóðst.

Í tíma í dag sat ég með Solo, Bertrand og Óla. Solo spurði Óla hvort hann mætti fá lánaða tölvuna hans í smá stund. Ekki málið. Solo tók niður adressubarinn á netinu (þar sem maður slær inn slóðir) og þar stóð ebonyzyrup.com. Ég sagði Solo að tékka nú á þessu. Hann var alveg grænn og gerði það. Upp kom e-r massa svertingjaklámsíða. Þetta þótti mér fyndið því við sátum ca. neðst í fyrirlestrarsalnum og þ.a.l. voru nokkrir sem sátu fyrir ofan okkur.

Solo, sem er svartur, spurði mig í dag: "Do you know what I will be when I finish my B.S." "No", svaraði ég. "An upgraded negro". Þetta fannst mér líka vera fyndið.

Já ekki hægt að segja annað en að það sé létt í manni hér í Sjuppen. Næsta verkefni er að fara og reyna að skafa kjúklingarestina af pönnunni frá því á laugardag. Við gerum stundum tilraunir með það hversu langann tíma það tekur fyrir lykt mismunandi hráefna að komast yfir í hinn endann á íbúðinni eftir eldun. Vinningshafinn er enn grjónagrauturinn sem við gleymdum á hellunni þegar við fórum í 5 daga til Árósa. Bleikur grjónagrautur er sko ekkert grín get ég sagt ykkur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er ekki að spyrja að því að líf námsmanna er göfugt hvernig sem á það er litið. Þessi píslarganga æðri menntunar felur í sér göfgun einstaklingsins í allri sinni mynd á öllum sviðum. Þjálfun allra skynfæra samfara áunninni vitneskju um nytsamlega hluti. Þetta verkefni með lykt af skemmdum mat er sérlega heillandi og nálgast lifnaðarhætti íslenskra studenta fyrr á öldum með Jonna Sig. í fararbroddi.
OBE

09:39  

Skrifa ummæli

<< Home