Jens-Pétur
Vikan hefur farið í undirbúning fyrir próf sem ég tek fyrir páska. Við Bertrand höfum verið að læra saman og reynt að fikra okkur í gegnum Financial accounting. Við vorum á 6. hæð á horni Gasverksvej og Istedgade. Bertrand hafði haft samband við föður sinn, hann Jean-Pierre, og beðið hann um að koma og hjálpa okkur. Jean-Pierre er 63 ára fyrrverandi aero-engineer. Veit ekki alveg um hvað það snýst en það er ávísun á stærðfræðikunnáttu. Jean-Pierre mætti á svæðið, frekar móður eftir 6 hæðirnar. Hann tók af sér frakkann og trefilinn bað um kaffi og var frekar þurr á manninn. Hann leit yfir það sem við höfðum gert og og hló lágt. Svo las hann yfir æfinguna og fékk sér rettu. Svo byrjaði hann að útskýra, aðallega á frönsku þó svo hann talaði gallalausa ensku. Eftir mikið handapat, útskýringar og 6 rettur í viðbót, leit hann á mig og spurði: "Did you get this?" Nei það gerði ég ekki. Við eyddum 4 tímum í þetta og hann hafði sett þetta allt öðruvísi upp en ætlast er til af okkur. Við létum hann vita af því að okkur hefði verið kennt þetta á annann hátt. Hann fussaði bara yfir því, sagði það ekki standast og rauk svo í smók. Ekki það að hann hefði gert þetta vitlaust, bara ekki á þann hátt sem ætlast er til af okkur. Við ákváðum að láta bara hér við sitja og skella okkur í bíó. Við vorum rétt komnir fram á gang þegar Jean-Pierre kveikti sér í rettu. Frá Istedgade niður á Höfuðbana reykti hann tvær í viðbót áður en hann hvarf.
Þegar hann var farinn sagði Bertrand mér að hann hefði fundist við vitlausir og metnaðarlausir. Bertrand var frekar pirraður á þeim gamla. Ég hugsa að við gerum þetta bara sjálfir næst.
Þegar hann var farinn sagði Bertrand mér að hann hefði fundist við vitlausir og metnaðarlausir. Bertrand var frekar pirraður á þeim gamla. Ég hugsa að við gerum þetta bara sjálfir næst.
6 Comments:
rosaflott, æði. Flottur strákurinn.
Marta
Stymmi... ertu búinn að fara á AMAGER Kebab? Ég bið að heilsa þeim...
lífleg síðan hjá óla
Jean-Pierre má nú bara vea þá í smók!
Hlakka til að fá þig!
Marta
Þetta minnir mig á vísuna:
Stærðfræðin er þarfaþing
það get ég nú svarið,
efni í margan Íslending
í hana hefur farið.
Best að fara í smók
obe
Ég skal skila kveðjunni Hrafn. Næst skaltu tékka á King of Kebab, extra chili. Púff...Það getur blætt úr görn daginn eftir en það er fullkomlega þess virði.
Skrifa ummæli
<< Home