mánudagur, mars 14, 2005

La Cultura Nostra

MenningarMafían í Sjuppen ákvað að skella sér í bíó á laugardaginn. Nighthawk, DJ Database, El Arkitektó og Psycho Stygo skipa mafíuna og hafa þau hist reglulega frá áramótum. Leynilegir fundir hafa átt sér stað á Louisiana, á tónleikum, í heimahúsum og á netinu. Mafíuna þyrsti í menningu á laugadagskvöldið svo ákveðið var að fara í bíó eftir Pizzu-partý hjá Nighthawk og Psycho Stygo. Nighthawk sem sér um tæknilegar hliðar allra aðgerða hafði pantað miða á netinu á myndina Sideways. Hann fékk kóða sem þyrfti einungis að stimpla inn í sjálfsalann í bíó. El Arkitektó var að tapa sér úr stressi og lá við kvíðakasti á Nörreport, 30 mín. fyrir bíó. Psycho bað hana um að halda stillingu og koma ekki upp okkur. Við vorum komin á svæðið um 21.10. myndin átti að byrja kl. 21.15. Dj Database tók ekki í mál annað en að fá stórann popp og stóra kók. Hún fékk leyfi eftir mikið nöldur og nánast rifrildi við hina því við vorum að verða of sein. Á meðan Database sjoppaði var Nighthawk að græja miðana í sjálfsalanum, sem var ekki að virka. Klukkann var orðinn Bíó þegar Nighthawk fattaði að hann var búinn að vera að stimpla inn símanúmerið hjá Psycho í sjálfsalann en ekki kóðann fyrir miðunum. El Arkitektó var að missa vitið af stressi, þurfti Database því að taka hana á eintal til að róa hana niður. Nú voru allir ánægðir; Database með popp og kók, búið að róa El Arkitektó niður, Nightawk kominn með miða en Psycho var fýldur eins og venjulega. Þegar búið var að rífa stubbana af miðum helmings mafíunar kom í ljós að hún var stödd í röngu bíói. Fokk! Við vorum í Palads en ekki Palladium. Mafían, sem var búin að skipuleggja flóttaleiðir úr bíói hljóp út og skimaði í kringum sig. El Arkitektó spurði til vegar og svo var hlaupið og hlaupið, yfir umferðargötur og torg, bílar skransandi til að sveigja fram hjá okkur. DJ Database var ekki hress með hlaupahraða félaga sinna því hún hélt á stórum poppi og stórri kók og skildi eftir poppslóð frá Palads yfir að Palladium. Stór popp var orðinn að miðlungs þegar mafían skilaði sér í rétt bíó. Sem betur fer var seinkunn á myndinni. Myndin var góð.
Database er ennþá fúl útaf poppinu, Arkitektó skelfur enn og er að ná sér niður af kvíðakasti, Nighthawk gleymdi húfu og vettlingum í bíó og Psycho er enn að ná röddunum úr bíó úr höfðinu sínu.

18 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

Djöfuls þriller var þetta

-glæpon

14:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

popparinn líka svona rosalega gódur.Thad var nú gott ad ég keypti mér popp í palads, ordid á götunni ad poppid í palladium sé algjört rusl!!

14:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eitt gleymdist í öllum hasarnum; myndin er ekki bara góð, hún er drullu góð.

14:20  
Blogger styrmir sagði...

Stundum nær hasarinn yfirhöndinni. Það sem ég ætlaði að segja er að Sideways er alveg meiriháttar.

15:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Síðan ég sá Sideways fæ ég taugaáfall í hvert sinn þegar boðið er upp á Merlot
obe

16:33  
Blogger styrmir sagði...

Bara Pinot á þessum bænum takk fyrir.

17:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey Psycho !!

I´m afraid that I cant read the comments, however, thats the buty of this sight. This is the guy who is becoming an upgraded negro after three years of studies. Well, we see how that turnes out, the main issue is to solve all the female problems at the moment. I got one question to all of you girls. Why is it that difficult to be down to earth and not take life that serious??. Is it true that the way to a girls heart is to make good food and being able to satisfy her???

Some thougts from an ordinary guy who would love to date an Islandic girl.

Peace

Love you
SOLO

17:23  
Blogger styrmir sagði...

Solo greyið er soldið ráðvilltur í kvennamálunum þessa dagana.

17:30  
Blogger Heklurnar sagði...

Sendu Sóló til mín.

Glæpon

p.s. Var bömmer að missa af Anastaciu í Forum?

18:13  
Blogger styrmir sagði...

Já Stella. Ein stelpan úr hópnum mínum fór og var búin að vera spennt alla vikuna. Ég þoldi það ekki og endaði með því að segja henni að hún væri andskotan ekkert öfundsverð að vera að fara á Anal-staciu. Henni fannst samt góð hugmynd að segja mér allt um tónleikana daginn eftir því hún vissi að ég hefði áhuga á tónlist...!

18:18  
Blogger styrmir sagði...

Bara til að forðast allann misskilning Stella. Þá var Analstacia að spila í Forum í Kbh. fyrir stuttu. Var að rekast á fréttina af aflýsingunni í þessum töluðu.
Maður fylgist með ha!

18:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Djöfulsins frekja í þér, Stella, væri ekki nær að mamma fengi Solo -mömmu finnst svo gaman að dansa við strákana.

20:49  
Blogger Heklurnar sagði...

Sorry Mo-om!

-Glæpsi litli

21:23  
Blogger Þóra sagði...

Senda negrastrákinn til Tótu, hún þekkir svo vel á svoleiðis..

00:15  
Blogger Heklurnar sagði...

Ohh róleg mamma! Kannski óþarfi að snöggreiðast svona.
Hin dóttirin

Synd Stymmi með Analkonuna að missa af henni. Kannski getum við dobblað EinsaBárða að smygla analkonunni í Höllina um páskana! júhú

10:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu ekki montinn Stymmi hvað nýja blogið þitt er vinsælt? Það er alveg að fara að ná Heklunum!
-stella

11:13  
Blogger Dagný Rut sagði...

Já, það eru aldeilis vinsældir...
Enda síðasta blogg algjör thriller!

13:02  
Blogger styrmir sagði...

Jú það er aldeilis gaman. Svo er þetta bara svo hvetjandi! Mér þykir alveg ofsalega vænt um ykkur öll. knús, knús.
(Ég meika ekki "knús, knús")

19:33  

Skrifa ummæli

<< Home