miðvikudagur, mars 16, 2005

Fólk í spennitreyjum

Það er gamall spítali sem liggur við götuna sem við Haukur búum við. Þessi spítali er gamli kommúnuspítalinn en var reistur sem geðspítali fyrir um 200 árum. Það var Bartholin, sem kenndur er við götuna sem ég bý við, sem stofnaði þennan spítala á sínum tíma. Spítalinn er risastór og telur margar byggingar. Það er ein aðalbygging sem umlykur garð sem geymir nokkrar minni byggingar.

Frá því að við fluttum á Bartholinsgade hafa þessar gömlu byggingar staðið auðar, þangað til um daginn.

Við horfum á bygginguna og inn í hana beint úr stofunni okkar. Fyrir stuttu var ég að skipta um plötu í græjunum sem eru í gluggakistunni. Við það rak ég augun í ljós í gamla spítalanum. Ég kallaði á Hauk og við fylgdumst með eins og hægt var, okkur þótti þetta ansi grunsamlegt. Við ákváðum náttúrulega að byrja að fylgjast með en það var mjög tilviljanakennt hvernig mannaferðum var háttað í byggingunni næstu kvöld á eftir.

Það er rétt að nefna það að öll hliðin inn fyrir spítalasvæðið eru merkt með skiltum sem stranglega banna alla umferð og þau gefa til kynna að eftirlitsmyndavélar vakti svæðið. Okkur þótti skrítið að það þyrfti myndavélar til að vakta svæði sem stendur algerlega autt.

Hvað um það. Við hættum að nenna að fylgjast með þessu og fannst allur draugasjarmi farinn af þessu. Líklega væri bara verið að gera upp bygginguna. Það eina sem truflaði okkur voru þessar mannaferðir á kvöldin. Það var allt með kyrrum kjörum allann daginn en á kvöldin sáum við glitta í ljós og sáum skugga á hreyfingu. Kvöldin voru líka eini tíminn sem hliðin voru opin.

Eitt kvöld sat ég heima og las í bók. Haukur var á hljómsveitaræfingu. Klukkan var ekki meira en 23.00. Ég var að hlusta á Dylan þegar ég heyri einhvern skarkala fyrir utan (hróp og köll). Það var svo sem ekkert nýtt, einhver dottinn í það. En skarkalinn hélt áfram og var slíkur að ég stóð upp til að líta út. Sé ég þá tvo menn frekar stóra vera að ræða við annann sem var gamall maður. Allir mennirnir standa beint fyrir framan aðalhlið spítalans. Sá gamli er greinilega drukkinn og er með stæla við hina. Ég fylgist með og veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið þegar ég finn sjálfan mig stökkva burt frá glugganum, annar stóru mannanna hafði litið upp. Ég slökkti öll ljós inni hjá mér og hélt áfram að fylgjast með...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

JO tad er ekki plass til ad commenta a hinu dotinu. gott hja ter ad lata vel ad vegi mafiunnar enda er er tetta fin mafia nema hvad madur stressast allur upp.......... stundum....en eg er buin ad jafna mig nuna
be cool

21:36  
Blogger Heklurnar sagði...

Jiiii...mér finnst þetta mjög óhugnanlegt. Bjargaðirðu svo gamla manninum, bauðst honum inn í SwissMiss og hann söng þig í svefn?
Nei bara pæling!
Svarta hjarta

00:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er ekki gott fyrir hugmyndaflugið að vera of mikið einn að hlusta á hann Dylan okkar, þú ert náttúrulega að ljúga þessu. Ef Styrmir hefur ekki verið að ljúga þá var þetta ósköp yndæll drengur og ég vona bara að þeir hafi ekki pínt hann mikið áður en,,
obe

10:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hello Again!!

Its nice to read your comments, that was the purpose with my questions. HAHAHAHAHA. Honestly, Life is treating me good at the moment, I am not a frustrated guy, I enjoy hanging and discussing stuff with my main man Styrmir. Our roads in life have been crossed, and its all about having fun at the moment.

Take care girls, see you on Island this fall

11:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh my god, ég get ekki beðið eftir næsta þætti frá þér stymmi.

Sjáumst hress á barnum Sóló!

Kveðja frá Glæponi

12:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þarf að kalla út Viggó viðutan til að takast á við málið?

18:50  
Blogger Þóra sagði...

sjitt hvað neðri myndin er fyndin

22:04  

Skrifa ummæli

<< Home