föstudagur, apríl 20, 2007

Callé Neptuno

Við Eva höfum pantað okkur gistingu í Madrid og í Havana. Við ætlum að eyða enni nótt í Madrid vegna þess að fluginu okkar var breytt. Við fljúgum svo til Havana daginn eftir, sem er sosum ágætt því ferðalagið er langt.
Í Madrid Verðum við á Hostal laVera, sem er það ódýrasta í Madrid og heldur 11 herbergi en það er staðsett rétt við Retiro-garðinn og hýsti áður hertogann af Sanotána. Þá vitið þið það.

Í Havana ætlum við að gista heima hjá hjónum. Við höfum leigt af þeim íbúð í húsinu þeirra við Callé Neptuno í Centro Habana y Prado. Hverfið er gamalt og frá nýlendutímanum og er mitt á milli Vedado, hverfis sem byggðist að mestu upp eftir Castro eða A.C., og gamla hlutans. Við fengum myndir af slotinu okkar og eina mynd af hjónunum sjálfum.




Maður fer stundum að hugsa um eitthvað annað... er einmitt að fara í próf eftir 3 tíma.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta eru æðisleg hjón! Elska þessa uppstillingu. Þau eiga pottþétt eftir að taka á móti ykkur með rommi og rúmbu.

13:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Spennandi maðr,
þau hjónin virðast mjög vinaleg
og slotið sömuleiðis.
vive la revolution...
Rína

18:19  
Blogger hs sagði...

það er bara ekkert annað !
er útskriftarferð ??

plastblómin eru æði hjá hjónunum !

hs

21:22  
Blogger styrmir sagði...

Það mætti kalla þetta útskriftarferð.

Það er líka pæling að fá mynd af okkur Evu með þeim í uppstillingunni, ég held utan um hana og Eva um hann.

14:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

pant fá þá mynd í jólakortið!

hildur

19:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En ofsalega fín mynd af þeim hjónum!
Marta

22:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Motta og tattoo bera ávalt vott um traust, er þetta samt ekki eins og myndirnar af réttunum á Mc Donalds, þeir líta alltaf betur út á myndinni.
OBE

13:37  
Blogger styrmir sagði...

Jú ég býst við að þú hafir rétt fyrir þér Óli. Þó er sagt að Kúbanir séu mjög hreinlegir og gestrisnir. Við sjáum til hvað gerist.

15:31  

Skrifa ummæli

<< Home