föstudagur, desember 08, 2006

Allt frá hatti ofan í skó, herradeild P.Ó.

"Suð-suð vestan 9 og átta gráðu hiti." Þetta sagði Eva mér þegar ég kom úr sturtu í morgun. Hún kveið mótvindinum á leiðinni framhjá Söene þar sem hún hafði gefið baðherbergisvaskinum okkar hnéspark í gærkvöldi svo á sá.

Ekki beint jólalegt veðrið hér í borg en það er allt í lagi því mig grunar að Reykjavík muni bjóða okkur upp á kulda og trekk. Eftir tvær vikur förum við til Íslands. Þangað til ætla ég að vinna í verkefninu mínu, fara til Stokkhólms, vinna hjá Indriða, skila kollegí herberginu mínu, skipta um heimilisfang og kaupa jólagjafir en það er komið þema fyrir jólagjafirnar í ár.

Ég held að Nordre Frihavnsgade sé uppáhaldsgatan mín hér í borg, hún sameinar þjónustu, sniðugheit, tísku, góðan mat og bari. Svo er Kervan þar líka en það er mið-austurlensk verslun með gæðavöru. Baunir, grænmeti, chutney af öllum gerðum, fois gras, brauð, súkkulaði, vín, hunang, kúskús, pasta, hnetusmjör og ótal margt fleira sem ég hef ekki hugmynd um hvað er en finnst geðveikt gaman að skoða og kaupa. Þeir selja líka blóm, gefa manni vín og ansjósur að smakka og eru bara með almenn almennilegheit. Svona á búð að vera.

Ég fór í gær í smá útréttingar. Skrúfubúðina, tvinnabúðina, hárkremsbúðina, pósthúsið og á hælabarinn(skósmiðinn) og kaffibúðina. Fékk allt sem mig vantaði og afgreiðslufólkið viss allt um það sem selt var á hverjum stað, enda sérhæfðar búðir. Ég þarf að taka þetta fyrir bráðum.

Ég er gasalega svag fyrir kaffi, ég nenni eiginlega ekki að drekka það nema það sé gott. Ég held ég hafi óverdósað á vondu kaffi eftir öll árin á Billanum og í Skógarhlíðinni. Við Eva eigum fjórar gerðir af kaffi núna og þær eru allar í kúl umbúðum.


Dr. Spock spila í Ind Tónum á eftir, þar verður örugglega fjör og frítt vín. Við ætlum á skauta á sunnudag á Kongens Nytorv ef svellið er ekki bráðnað annars bara á Ingólfstorg eftir 2 vikur.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hljómar vel! Ég hlakka til að búa einhvern tímann í borg þar sem ég get haldið mig við vissar götur ef ég er í vissu skapi..
Hér í RVK er ekki um mikið að velja.
Nema Hagana oooo elska Hagana!

p.s. hlakka til að hitta ykkur.
p.p.s. Stymmi? Finnst þér ekki stutt síðan við sátum á Valhúsahæð að tala um glötuð brúðkaup og New York? Það var í sumar og núna eru að koma jól. Jah tíminn líður sveimérþá!

11:40  
Blogger styrmir sagði...

Það er nefninlega ótrúlega stutt síðan og mikið var nú oft ágætt að vera flokksstjóri.

Það er samt það langt síðan að ég er ekki viss um að ég rati í Vesturbænum, Þið Marta að tjilla á Högunum, foreldrarnir fluttir og Rína að rúnta um með barnavagn. Þá er allt í einu langt síðan ég fór.

11:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hnjénu eða vaskinum?

13:08  
Blogger Eva Bjarnadóttir sagði...

Það stórsér á helbláu hnénu og tilfinningin í litlu tánni rétt byrjuð að láta á sér kræla. Vaskurinn lifði af og var að minnsta kosti ennþá á veggnum í morgun, þrátt fyrir vænt högg.

p.s. fór nýja leið með minni mótvindi og endaði á Ráðhústorginu í stað Nörreport.

13:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Margt breytt í vesturhluta Rvk!
Kvistó, Fornó, Bræðró, Tjessó,
Vestó, Bongó, Einsó Teinsó, svona mætti lengi telja...
Hlökkum til að sjá ykkur,
Rínsó

15:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Búið að breyta pínu á Sóló líka..
kv.
Bryndís

18:06  
Blogger styrmir sagði...

úff!

20:35  
Blogger hs sagði...

talandi um kaffi!
það er bara einn kaffibar í kaupmannahöfn sem ristar gott kaffi, svo það sé á hreinu. alls staðar annars staðar er lorte kaffi.
riccos kaffi bar á istedgade og riccos kaffibar í studiestræde. nú er ég orðin nörd í kaffifræðum og treystu mér, elsku venur.
ekkert bragakaffi takk.
gleðileg jól.
hs

01:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ohh minnstu ekki það með kaffið, it runs in the family ég pæli eki i öðru en kaffi þessa dagana.Alltaf með heitt á brúsa á bókhlöðunni og býð fólki í kaffi og fleira. Get ekki berðið eftir að ræða þetta við þig yfir góðum kaffibolla eftir tvær vikur!

16:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Marta

16:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við erum kaffiunnendur líka hér á V56 og erum líka ögn íhaldssöm.
Flippuðum pínu um daginn og keyptum
Merrild baunir og möluðum okkar
eigið Merrild til að hella uppá á
10 ára gömlu Ufesunni okkar!
What a smell, what a taste, what a
voice...?
Djöfull skulum við drekka í okkur
almennilegan kaffiskjálfta um jólin!
Kveðja, Rína

12:38  

Skrifa ummæli

<< Home