miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það tekur bara 3 mínútur að drekka einn espresso

Smáskífan Julefrukost með Bartholin seldist upp fyrir jólin í 12 Tónum.

Ég er annars haldinn miklum verkkvíða við að tjasla saman ritgerð sem ég á að skila eftir 8 daga. Ég er rétt búinn með innganginn.

Þegar lífið er með svoleiðis stæla við mann hugsar maður um það góða sem maður hefur upplifað upp á síðkastið. Mér varð þá strax hugsað til kaffisataðarins Sosta í Stokkhólmi. Þar er hvítur marmari á gólfum og 3 borð til að standa við. Þeir selja kaffi, ítalskt sætabrauð og San Pellegrino. Eigandinn tók við pöntunum og greiðslu en hann var í stífpressaðri og almennilegri blárri síðerma skyrtu með brett upp á ermarnar og með vínrauða svuntu yfir. Hinir sem útbjuggu kaffið voru eins nema í stuttermaskyrtum og allir mun yngri en eigandinn. Allir voru þeir augljóslega af ítölsku bergi brotnir og töluðu saman á ítölsku.

Á þennan stað fór ég þrisvar á tveimur dögum og var ég þar inni í um 5 mínútur í hvert skipti. Hröð var þjónustan og hver sagði að maður þyrfti að fá sér sæti og eyða 30 mínútum af dýmætum tímanum í kaffiþamb? Sosta hefur verið á þessum stað í um 20 ár og alltaf er nóg að gera. Margir fjárfestar hafa viljað kaupa staðinn til að opna fleiri því þeir fíla svo geðveikt þetta "ítalska konsefft", heyriði ekki í plebbunum segja þetta?? En herra Sosta líður vel þar sem hann er og vill ekki gera neinar breytingar.

Nú líður mér betur.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta minnir mig á La Sosta i Lyngby. Enn ein pizzabúllan með ítölsku nafni en tyrkjum sem afgreiða. "Konsefftið" er þó ekki ósvipað. Tyrkjunum er alltaf svo kallt og hafa því hitann á staðnum í kringum 40° og eru svo löðrandi sveittir að útbúa matinn. Því tekur líka bara 3 mínútur að borða petsuna sína og svo dröllar mar sér út.

14:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nefnilega alveg magnað hvað lítil hversdagsleg ævintýri og bara ákveðin stemmning í stutta stund getur gert allt betra.
xxxx

15:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ótrúlegt hve litlu hlutirnir eru dýrmætir í janúarhretinu/hitamollunni!
Marta

00:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góð þjónusta, góð vara og ekkert helvítis rugl.
OBE

09:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fíla Sosta, staðfastur á sínu, ekkert að þenja sig og sína vöru.
Gott kaffi og ljúfi fílingurinn...
Rína

14:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jee dúdda
hvar er þessi staður, er að fara til Stokkhólmar í næstu viku og ekki væri slæmt að feta í fótspor Styrmis!

Love

hildur

21:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skil ekki enn þá þetta commentakerfi drengur góður

hildur

21:52  
Blogger styrmir sagði...

Det kan jeg godt mærke. Eg skal finna ut ur thvi hvad hann heitir og lata thig vita.

10:14  
Blogger styrmir sagði...

Hildur! Sosta espresso bar er a thremur stødum i borginni en orginal stadurinn er å Jakobsbergsgatan 5/7 sem er i Nørremalm ef mig misminnir ekki.
Bid ad heilsa stråkunum.

12:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blogga blogga blogga! Hvað er að frétta af Östbanegade-fólkinu?
Marta

14:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Drekk einn þér til heiðurs. Þetta er mission!

Eruð þið í kbh í sumar?

Hildur kellinging

00:49  
Blogger sink sink socks sagði...

After this he went to several Commencements for me, and ate thedinners provided; he sat through three of our Quarterly Conventionsfor me--always voting judiciously, by the simple rule mentioned bangbus movie download above,of siding with the minority., and analyzed its relations to the day remnants, which inturn may pornobilder mit esel be either wishes, psychic emotions of any other kind, or simplyrecent impressions.This is the fact of transference which furnishes anexplanation girls in boots for so many surprising occurrences in the psychic life ofneurotics.Heketched a frog versaute geschichten one day, and took him home, and said he cal'lated toeducate him; and so he never done nothing for three months but set inhis back yard and learn that frog to jump.

08:56  

Skrifa ummæli

<< Home