miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það tekur bara 3 mínútur að drekka einn espresso

Smáskífan Julefrukost með Bartholin seldist upp fyrir jólin í 12 Tónum.

Ég er annars haldinn miklum verkkvíða við að tjasla saman ritgerð sem ég á að skila eftir 8 daga. Ég er rétt búinn með innganginn.

Þegar lífið er með svoleiðis stæla við mann hugsar maður um það góða sem maður hefur upplifað upp á síðkastið. Mér varð þá strax hugsað til kaffisataðarins Sosta í Stokkhólmi. Þar er hvítur marmari á gólfum og 3 borð til að standa við. Þeir selja kaffi, ítalskt sætabrauð og San Pellegrino. Eigandinn tók við pöntunum og greiðslu en hann var í stífpressaðri og almennilegri blárri síðerma skyrtu með brett upp á ermarnar og með vínrauða svuntu yfir. Hinir sem útbjuggu kaffið voru eins nema í stuttermaskyrtum og allir mun yngri en eigandinn. Allir voru þeir augljóslega af ítölsku bergi brotnir og töluðu saman á ítölsku.

Á þennan stað fór ég þrisvar á tveimur dögum og var ég þar inni í um 5 mínútur í hvert skipti. Hröð var þjónustan og hver sagði að maður þyrfti að fá sér sæti og eyða 30 mínútum af dýmætum tímanum í kaffiþamb? Sosta hefur verið á þessum stað í um 20 ár og alltaf er nóg að gera. Margir fjárfestar hafa viljað kaupa staðinn til að opna fleiri því þeir fíla svo geðveikt þetta "ítalska konsefft", heyriði ekki í plebbunum segja þetta?? En herra Sosta líður vel þar sem hann er og vill ekki gera neinar breytingar.

Nú líður mér betur.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta minnir mig á La Sosta i Lyngby. Enn ein pizzabúllan með ítölsku nafni en tyrkjum sem afgreiða. "Konsefftið" er þó ekki ósvipað. Tyrkjunum er alltaf svo kallt og hafa því hitann á staðnum í kringum 40° og eru svo löðrandi sveittir að útbúa matinn. Því tekur líka bara 3 mínútur að borða petsuna sína og svo dröllar mar sér út.

14:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nefnilega alveg magnað hvað lítil hversdagsleg ævintýri og bara ákveðin stemmning í stutta stund getur gert allt betra.
xxxx

15:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ótrúlegt hve litlu hlutirnir eru dýrmætir í janúarhretinu/hitamollunni!
Marta

00:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góð þjónusta, góð vara og ekkert helvítis rugl.
OBE

09:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fíla Sosta, staðfastur á sínu, ekkert að þenja sig og sína vöru.
Gott kaffi og ljúfi fílingurinn...
Rína

14:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvar er þessi staður. ég er að fara til stockholm í næstu viku og ekki væri slæmt að fara á slóð stymma í stokkhol, sss!

love

hildur

19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jee dúdda
hvar er þessi staður, er að fara til Stokkhólmar í næstu viku og ekki væri slæmt að feta í fótspor Styrmis!

Love

hildur

21:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skil ekki enn þá þetta commentakerfi drengur góður

hildur

21:52  
Blogger styrmir sagði...

Det kan jeg godt mærke. Eg skal finna ut ur thvi hvad hann heitir og lata thig vita.

10:14  
Blogger styrmir sagði...

Hildur! Sosta espresso bar er a thremur stødum i borginni en orginal stadurinn er å Jakobsbergsgatan 5/7 sem er i Nørremalm ef mig misminnir ekki.
Bid ad heilsa stråkunum.

12:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blogga blogga blogga! Hvað er að frétta af Östbanegade-fólkinu?
Marta

14:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Drekk einn þér til heiðurs. Þetta er mission!

Eruð þið í kbh í sumar?

Hildur kellinging

00:49  

Skrifa ummæli

<< Home