föstudagur, mars 02, 2007

Seinasti dagurinn


Auglýsingin sagði "til 3. mars eða eins og birgðir endast". Það er komið að því að loka verslun Indriða í Saltfélaginu enda hefur gengið vel. Ég vil óska öllum þeim sem lögðu leið sína í Saltfélagið til hamingju með það að hafa eignast föt frá einum besta sníðagerða- og klæðskera meistara landsins.

Það var hrein unun að leyfa fólki að kaupa þessi föt. Mér fannst vera forréttindi að rétta fólki poka með skyrtunum hans Indriða.

Njótið vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home