laugardagur, mars 19, 2005

Skræfur eða skynsamir?

Að sjálfsögðu erum við Haukur að tryllast úr forvitni. Hvað gæti mögulega verið í gangi þarna? Okkur hefur dottið alls konar vitleysa í hug. Fyrst héldum við hreinlega að það væri reimt í helvítis spítalanum og biðum bara eftir að finna einn sjúkling hangandi á glugganum okkar í spennitreyjunni sinni. Síðasta samsæriskenningin er sú að það sé verið að gera einhvers konar tilraunir á fólki þarna. Jafnvel undirmálsfólki og rónum. Gamli maðurinn styður þá kenningu í það minnsta. Spurningum er ósvarað; hvað varð um þann gamla? Hver gæti viljað vera að þvælast þarna á nóttunni eingöngu án þess að vera að fela eitthvað? Ef það er einhver starfsemi þarna, af hverju er þetta þá ekki merkt einhvern veginn? Og hvað vildu mennirnir þarna um nóttina? Og hvað var í fokking pokanum sem þeir hentu aftur í bílinn?

En hvað í andskotanum gerir maður í svona stöðu? Á maður að hringja á lögguna og vera sjálfur lagður inn á spítala? Á maður að spyrja nágrannana hvort þeir hafi tekið eftir einhverju undarlegu? Eða bara að snappa sjálfur úr þessari geðveiki og hætta að pæla í þessu?

Okkur finnst við ekki alveg geta látið þetta vera, erum orðnir allt of forvitnir. Okkur datt í hug að klifra yfir vegginn beint á móti og komast þannig inn í fasilítetið. Fara eina nóttina til að tékka á þessu. En við erum líka smeykir við það eftir móttökurnar sem gamli maðurinn fékk fyrir tveimur vikum. En við erum sprettharðir og hraustir strákar og gætum þess vegna tekið með myndavél, þá væri allavega ekki tilgangslaust að fara þangað ef við sæjum eitthvað dodgy. Gætum jafnvel tekið upp myndbrot á littlu myndavélina hans Hauks og reynt að publisha því á síðuna.

En auðvitað er maður smeykur við að gera eitthvað svoleiðis. Þið ættuð að sjá gadd-demitt spítalann eftir að dimmann dettur á. Maður getur fundið lyktina af spennitreyjunum sem hlupu í hringi í spítalagarðinum fyrir 150 árum. Tim Burton gæti notað útsýnið í einhverja mynd. Kuldalegar, tómar, dauðar og eldgamlar steinbyggingar, séðar í gegnum laufvana stór tré.
Mynduð þið þora?

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ykkur ber skylda til að gera eitthvað, "það er ekki spurning um að geta heldur að gera". Ég veit samt ekki hvað ég myndi gera, sérstaklega að nóttu til!!
obe

17:49  
Blogger Heklurnar sagði...

Er ekki bara ágætt að láta þetta allt sem vind um eyru þjóta, svo ertu hvort sem er að koma heim ekki á morgun heldur hinn, svo að þú lætur Hauk bara um þetta!
Hlakka til að sjá þig!
Marta

14:25  
Blogger Heklurnar sagði...

Já elsku drífðu þig bara heim.

-stella

18:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Drífið ykkur af stað, við heimtum niðurstöður fyrir páska. Ég myndi ekki vilja eiga það á samviskunni að gamalmenni séu hökkuð í poka í skjóli myrkurs á bæjardyrunum hjá mér, þannig að ykkur ber skylda til að framkvæma eitthvað strax. Ef þið hafið ekki kjark þá kaupið þið kassa af öli og drekkið hann í ykkur. Ég hlakka til að heyra meira og ekki voga ykkur að koma með frásögn um eitthvað sem þið voruð ekki þátttakendur í.
Gangi ykkur vel, OBE

15:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Drífið ykkur af stað, við heimtum niðurstöður fyrir páska. Ég myndi ekki vilja eiga það á samviskunni að gamalmenni séu hökkuð í poka í skjóli myrkurs á bæjardyrunum hjá mér, þannig að ykkur ber skylda til að framkvæma eitthvað strax. Ef þið hafið ekki kjark þá kaupið þið kassa af öli og drekkið hann í ykkur. Ég hlakka til að heyra meira og ekki voga ykkur að koma með frásögn um eitthvað sem þið voruð ekki þátttakendur í.
Gangi ykkur vel, OBE

15:26  
Blogger styrmir sagði...

Maður er nú í prófum men!
-set Nighthawk í málið.

16:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hafðu engar áhyggjur vinur, við bræðurnir mætum galvaskir, gráir fyrir járnum og geðveikir og tökum á þessum vitleysingjum með þeirra eigin bragði.

Sínum baununum hvar Davíð keypti dýra ölið!

19:18  
Blogger Helen sagði...

Af hverju hendist þið ekki í einhverja klíkujakka og takið bara þátt í þessu stússi.
Knús knús hehehhahahhahahah
Helen

21:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki alveg, gamalmennum er breytt í pylsur á meðan þið eruð í prófum!! Siðferði nútímasamfélagsins hefur hingað til dofnað á leiðinni frá sveltandi börnum í Afríku, en ekki úr næsta húsi!!
obe

09:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hva... nú er búið að finna líkamsparta hér og þar um alla Köben og ekki enn komið áframhald af sögunni.....þessi mál hljóta að vera tengd á einhvern hátt.

11:27  

Skrifa ummæli

<< Home