mánudagur, mars 28, 2005

Trúið þið mér núna?

Ég held að Dóri eigi kollgátuna. Á meðan maður hýrist á börum borgar óttans finnast líkamspartar í hverfinu mínu heima í Sjöppen.

Ég sagði ykkur að þetta myndi gerast en enginn vildi hlusta. Það hafa fundist hendur og fætur um páskana og í gær fannst svo búkurinn af þessu öllu saman. Ég er farinn að hafa áhyggjur af rekkjunauti mínum enda ekkert heyrt í honum. Ætli hann hafi farið inn fyrir múrana án mín?
Endilega láttu heyra í þér Haukur ef þú ert þarna ennþá. Ég get nefninlega ekki dekkað leiguna aleinn.

10 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

ój þetta er orðið ógeðslegt!! Ég fæ hroll.

Kryssa Hryssa

15:55  
Blogger Heklurnar sagði...

Þetta er svosum ekki löng leið að rúnta ljóslaus hm...

Bartholinsgade er á rauða punktinum en Klerkegade, þar sem limirnir fundust eru á græna punktinum : http://kraks.dk/GRIDS/subPAGES/routeMap.asp?Tagning=3.1_RutP_Mell%2FKN_Forts2&fhusnr=&thusnr=&vhusnr=&fvej=Klerkegade&tvej=Bartholinsgade&vvej=&fpby=&tpby=&vpby=&rx=725422%2C724291&ry=6176979%2C6176948&kunde=&fvnr=725422%2C6176979&tvnr=724291%2C6176948

Bara svona ef einhver vill gera lífið örlítið meira spennandi.

-Stella Blómkvist

17:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Horfðu á björtu hliðarnar.. ef Haukur er líftryggður geturu borgað húsaleiguna tvö ár fram í tímann. Það munar nú um minna!
Þóra Holmes

18:23  
Blogger Helen sagði...

Hvaða hvaða Stymmi minn þó það finnist einhverjir útlimir fyrir utan húsið hjá þér. Algjör óþarfi að gera eitthvað veður út af því.

20:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eg er í gódum gír hérna. Thessi madur sem var bútadur nidur hét Torben og sást sídast á vertshúsi hér í bæ. Thad fer ekki á milli mála ad thetta eru tengt mál. Thad vill svo til ad ég sat ad sumbli á bar med einhverjum ágætis dana á føstudagskvøldid og hét hann einnig Torben. Man ekki alveg hvad fór okkar á milli en úrid mitt var allavega stopp thegar ég vaknadi morguninn eftir. Ég læt í mér heyra ef thad verdur einhver hreyfing á spítalanum.

13:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað áttu við með rekkjunautur??

22:07  
Blogger Þóra sagði...

Sjitt var að fatta að myndin á þessari síðu er alls ekki ólík myndinni sem birt var af höfði líksins sem fannst...
Ég sverða..
Var Styrmir myrtur í Kaupmannahöfn? Hvar er Haukur? Getur verið að Marta sé að hylma yfir morðið? Eru Heklurnar allar tengdar morðinu á "leigubílstjóranum"?

16:21  
Blogger styrmir sagði...

Þetta er farið að verða óhugnanlega tilviljanakennt allt saman.

19:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég þorrði ekki að nefna þetta en ég er farinn að halda að þið piltar séuð ekki í skóla heldur að harka öll kvöld í köben.
obe

10:23  
Blogger Heklurnar sagði...

Jæja nú ert þú farinn að spóka þig í sandölum og hörkvart... Það þýðir samt ekkert að vera montinn og sleppa því að skrifa..ha!

-Stella

16:22  

Skrifa ummæli

<< Home