miðvikudagur, apríl 06, 2005

Lykt af hita

Jább, maður kominn aftur heim eða út. Kom seint að kveldi og fór að sofa fljótlega. Hitti Dóra og Hildigunni en þau voru einmitt í bænum um helgina. Þegar ég gekk út um útidyrahurðina heima hjá mér tók á móti mér þessi yndislega lykt sem maður finnur aldrei á Íslandi en finnur í útlöndum þegar heitt er í veðri. Líklega er þetta lykt af gróðri sem ég kýs að kalla rakalykt, rakaspíri hohohho! Já, það var aldeilis sumarfílingur, sem þýðir bara eitt og það er að hendast á eitthvað útikaffihús og fá sér einn til tvo sveitta. Þar sátum við í nokkra tíma alveg að stikna og maður bara á bolnum, ber að neðan en með sólgleraugu með UV-vörn. En nú er aftur að kólna en ég er fullur bjartsýni ennþá eftir þennan góða dag og held því fram að sumarið sé handan við hornið, allavega vorið. Allir léttklæddir og brosandi. Langaði að leyfa ykkur að finna aðeins ylinn sem hér er. Hef nefninlega heyrt að ekki veiti af þessa daganna.

8 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

Jiii...... ef ég myndi fara núna ber að neðan á útikaffihús í Rvk. úff...það myndi enda með hressilegri blöðrubólgu

Marta

21:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Samt, það er svo mikilvægt að gera mikið úr'enni á sér.

22:18  
Blogger Dagný Rut sagði...

Veit ekki hvernig það myndi enda ef mér dytti í hug að fara ber að neðan á café - við á norðurlandi erum að snjóa í kaf!!

22:46  
Blogger styrmir sagði...

Sara... ég hélt að maður þyrfti að fá að sóla á sér skonsuna svona við og við.

23:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skonsur og lykt, eru danirnir duglegri að baka á vorin, ha?
Oli Binni

10:42  
Blogger Heklurnar sagði...

ohh...og Óli Binni þykist ekkert vita.
Jú ég ætla að ná góðum skonsulit með vorinu.

12:27  
Blogger Þóra sagði...

allir í rosastuði á rottunni

15:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er það sem ég var að tala um, gera mikið úr'enni á sér, sóla hana og snyrta og reyna að vera doldið fínn-það er líka sniðugt að skreyta hana svolítið með borðum eða nælum.

16:13  

Skrifa ummæli

<< Home