miðvikudagur, apríl 13, 2005

Námsmaður

Það er ekki lognmollan í Sjuppen. Íris frænka og Bryndís komu á föstudaginn og höfum við verið að tjilla saman og skelltum okkur á stjörnufræðisafnið, Bakken og í gær hjóluðum við í Zoologiske have. Íris minnti einna helst á Lance Armstrong hjólreiðakappa, svo vel stóð hún sig.
Á laugadaginn skellti ég mér á Vega ásamt nokkrum. Ég var þar frá 21 til ca. 5 morguninn eftir. Þar voru að spila nöfn eins og Erik Lavander (vinur hennar Hildar) sem spilaði rosa fína raftónlist, ekki sú melódískasta en rosa kúl. Steintryggur voru þarna líka og þótti mér þeir alveg magnaðir. Steintryggur fengu mig til að standa upp og hrista mig eins og óður væri. Mér fannst hristið flott þá en var bent á það daginn eftir að þetta hefði kannski verið fullmikið af hinu góða. Næstir voru Buckmaster og President Bongo (úr gusgus) og þá náttúrulega missti ég vitið og man eiginlega ekkert eftir þeim, slíkur var transinn. Svo voru hinir dönsku Bikstok (reggí) og Ralph Neumann (eða e-ð) en hinir síðarnefndu tóku e-ð sem ég kýs að kalla trommubattl (eins og strákarnir í rappinu taka stundum), og var það alveg magnað. Kvöldinu var svo slúttað á viðeigandi hátt eða í kaffi og konna á hlýlega staðnum Big Star kebab.
Dagurinn í Bakken daginn eftir var soldið erfiður en manni er nú ekki boðinn dagspassi í Bakken á hverjum degi. Ég baðst undan því að far í þau tæki sem snerust mikið, það var samþykkt af mæðgunum. En eftir tvær rússíbanaferðir var eg orðinn soldið skrítinn í haus og maga. En þá bauð Bryndís frænka upp á meðal af krana og varð ég óstöðvandi eftir það. Við Íris frænka fórum meira að segja tvisvar í sum tækin.
Bræðurnir Heimir og Tjörvi koma svo á morgun í þeim tilgangi að teiga öl og svo förum við á tónleika með Einsturzende Neaubaten á sunnudag.

Verð að hætta, er nefninlega að fara í Tivoli.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Djö.. er gaman í Köben men!!

PS: Ég myndi passa mig á þessum bræðrum....ég þekki þá!!

Dóri

16:34  
Blogger Heklurnar sagði...

Það er sumsé stíf dagskrá þessa dagana

-Glæpakvendið

17:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Voðalega er gaman að vera námsmaður i Koben..!!

13:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleymdi nafni, Hildigunnur heiti ég og þú ættir að kannast við mig. Og ég verð nú að taka það framm að það vottar fyrir smá öfundsýki hjá mér að fá ekki að fara með i dýragarðinn, þú varst nú ekkert að hafa fyrir því að bjóða mér þangað þegar ég var þarna seinust helgi..! :)

13:12  
Blogger styrmir sagði...

Sorrrý! Ég lofa að fara með þig næst Hildigunnur mín.

13:23  
Blogger Heklurnar sagði...

Já djöfuls hark á þessum námsmönnum. Ætli það sé e-ð laust í stuðningsfulltrúanum í Sjöppen.
Marta

13:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú mátt vera studningsfulltrúinn minn Marta mín ekki málid, vantar einhvern svona til ad hjálpa mér vid daglega braudid, smyrja thad og svona.

15:06  

Skrifa ummæli

<< Home