fimmtudagur, nóvember 17, 2005

EchoTony and the Apparatmen

Það er allt mjög venjulegt þessa dagana. Farið að kólna í veðri en það er bara næs á meðan það er ekki slabb og skafrennningur.

Ég fór á tónleika með Echo and the Bunnymen þann 7. Tónleikarnir komu skemmtilega á óvart og voru strákarnir bara mjög kúl, ekkert hallærislegir eins og vill verða í svona kommbökkum sbr. t.d. Brimkló. Rödd söngvarans orðin áttund dýpri en árið 1980 en lúkkið var hann með á hreinu. Mér fannst stundum að ég væri staddur í 24 hour party people, sem var næs tillfinning.

Við krakkarnir skelltum okkur aftur á Vega þann 11. til að sjá Gargandi Snilld og tónleika með Apparat eftir á. Myndin þótti mér barasta fín og náði að summa saman þessa stemmningu sem allir vilja vera hluti af þ.e.a.s. vera í rokkinu í ógeðslega kúl Reykjavík þar sem allir eru listamenn, fyllibyttur, sérvitringar og þekkja alla aðra sem eru kúl. Allir búa í 101 Reykjavík og vilja að flestir viti það. Vera hluti af krúi kúl liðs Reykjavíkur sem er alltaf við það að fara að meika það. Apparat voru meiriháttar. Ég hafði ekki séð þá áður læv en þeir voru allt sem ég bjóst við og meira ef eitthvað er.
Eftir tónleikana var partý á Vega, föstudagur og svona. Þá var einmitt mætt eitthvað lið frá Íslandi sem er eitthvað kúl og er ógeðslega mikið á Kaffibarnum og Sirkus í Reykjavík, komið saman í eitthvað flipp, dettandi í það. Þetta var alveg eitthvað kúl lið og ég veit það en ég veit ekki hver þau eru, hef bara séð þau vera geðveikt kúl einmitt á Kaffibarnum og Sirkus. Flippaða kúl liðið úr 101 Reykjavík var búið að mála svartan ferning um annað augað sitt!! Flippedí flipp. Það fór eitthvað í taugarnar á mér.

Þann 15. fórum við svo á Anthony and the Johnsons. Það var náttúrulega alveg frábært. Ég sá hann heima í sumar og varð fyrir smá vonbrigðum með Nasa eins og fleiri. Stóri salurinn á Vega er besti tónleikasalur sem ég hef verið á tónleikum í og hef ég farið á þá nokkra þar sem krefjast góðs sánds, (Tindersticks og Neaubauten) án þess að vera e-r spesíalist í þeim efnum. Anthony var líka með fullskipaða hljómsveit að þessu sinni sem gerði allt mun þéttara. Hann tók öll aðallögin og fólk bara grét og grét.

Ég fer í próf eftir rúmar 2 vikur og kem heim eftir það.

Svo er ég hættur að reykja en farinn að taka í vörina í staðinn, góð skipti það!

Sé ykkur svo bara á Kaffibarnum.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hittu mig við innri barinn, verð með gráan tígul á hægra auga

-glæpon

18:54  
Blogger styrmir sagði...

Hlakka til, újeee!

20:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahahah.....
Marta

22:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo er ég hættur að reykja en farinn að taka í vörina í staðinn = djöfulli langar mig í sleik við þig.
Hittu mig á Hvids Vinstue, borðinu mínu, kl. 14:00 þann 30. nóvember.

11:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð ein með rosalega pírð augu, háið allt sleikt aftur í gjaldrotastílnum og ponytail á Sirkus.
C.Ryback

11:36  
Blogger styrmir sagði...

Greinilegt að allir eru að týpast eitthvað upp í Reykjavíkinni.

Já Sara, I´ll see you in hell! Hlakka til.

12:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Verð á rúntinum en ekkert endilega í 101. Ég verð með griflur og techno í botni, sjáumst.

18:03  
Blogger hs sagði...

hey gróf upp bloggið þitt.
maður er orðinn svokallaður bloggperri held ég barasta...

ég er súr að hafa misst af öllu þessu kúl liði á apparat.
en það voru nú einhverjar restar þarna á mugison ikke sant ??

sjáumst eldhress á laugardaginn.
huldasif

17:49  
Blogger styrmir sagði...

Það er fátt betri afþreying en að perrast á bloggsíðum.

Hlakka til á lau.

12:14  

Skrifa ummæli

<< Home