miðvikudagur, september 21, 2005

Viltu koma í partý

Fyrsti dagurinn byrjaði ágætlega. Það er eitthvað við þessa götu samt. Á stigaganginum er hægt að rífa miða af blaði með símanúmeri á, ekki ásvipað og þegar barnapía hefur hengt upp auglýsingu á Videospólunni, nema þetta var númer sem átti að hringja í ef dópistar væru að bögga mann eða að sitja á tröppunum manns. Eða eins og það var orðað í auglýsingunni “For vi har masse junkereproblem i vores gade...”

Mér voru tvisvar boðinn eiturlyf í gær, í götunni minni. Þegar ég var að reyna að sofna í gærkvöldi þá heyrði ég fyrir utan gluggann minn menn vera að rífast á ensku; “500 is too much man!”

Ég er að æfa körfubolta með strák sem bjó á Vesterbro í nokkur ár og kunni því vel. Ég spurði hann hvort hann þekkti Abel Catrines Gade, Jaaá, sagði hann glottandi og spurði í kjölfarið: “ekki ertu fluttur þangað?” “Jú reyndar, er það slæm gata eða....?

Líklega er þessi gata með þeim verri hvað varðar eiturlyf og fíkla í Kbh.

En hvað veit maður, það er ekki eins og ég búi í South Bronx. Mér finnst samt svolítið kúl að segja frá þessu því þetta er ekkert svo slæmt hverfi, bara nokkrir að fá sér, tja, krakk á tyllidögum. En með þetta allt saman í huga gerir mann engu að síður pínu nojaðan þó svo það sé jafn líklegt að ég verði limlestur hér og á Bræðraborgarstígnum.

Hvort hleypur maður þegar maður verður hræddur eða verður maður hræddur við það að hlaupa?

Hræðist maður; ljótt fólk, illa lyktandi fólk, fatlað fólk, ókunnugt fólk??
Maður sér mann. Annar er “ógæfumaður” og hinn verður hræddur. Sá ógæfulegi vill kannski spjalla en hinn hörfar og verður hræddur. Ógæfumaðurinn hefur brotið normið. Hann er samt óútreiknanlegur og það er ástæðan fyrir því að hinn hræðist hann. Sama ástæða og hann forðast geitunga. Ef kettlingar væru alltaf að reyna að stökkva á andlitið á manni, myndi maður líklega forðast þá.

Við nennum ekki að standa í böggi, alveg sama hvað það er.

Það er naumast spekin í manni. Var nefninlega að koma úr IKEA sem er einmitt mikill innblástur skrifa. Djöfull hata ég IKEA.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

IKEA er staðurinn, vörur þaðan eru samt bestar í gegnum góða hirðinn; Sveittar, skítugar, hallærislegar og einhverveginn útjaskaðar og hver er ekki þannig. Í hirðinum er ágætis afgreiðsla frá hinu opinbera og þar er líka minna af flíspeysum, sem er ekki verra.

21:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Maður hræðist auðvitað fólk með fótamein.
Þú lærir að meta IKEA þegar þú eldist og þroskast - ég var á sama stað og þú einu sinni, fékk hausverk og ógleðistilfinningu bara við tilhugsunina, núna er fátt skemmtilegra í lífinu en góður sunnudagur í IKEA....
Farðu varlega í dópgötunni kæri vinur.

10:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki svo slæmt er þetta ekki bara spennandi! Þú ert þó ekki með kettlinga framan í þér! Líttu á björtu hliðarnar.
Marta

14:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já slakaðu á lærðu að dansa
SKA

16:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

djévítans bloggerinn gleymdi að kvitta mig undir. Segðu honum að taka sig saman.

16:24  
Blogger styrmir sagði...

Sara! Þú veist samt hvað ég hata útlitsgallað fólk.

20:19  
Blogger styrmir sagði...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

20:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mundu bara elsku bróðir að segja
"fuck off", eins og eldfjalla -
drottningin sagði þér að gera, við
alla vafasama, líka við alla þá
sem eru með fótamein....öghhhh!
Horfum öll samt á björtu hliðarnar,
Rína

01:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Við Óli Dagur hittum einusinni 2 djönkara í lyftunni á enghave st. og ég fékk náttla brauðlappir af hræðslu með barnið í vagni, þar sem ég mætti þeim í einhvers konar hrúgu á gólfinu að malla krakk. Annar þeirra gerðist full vinalegur við Óla greyiðog ég hélt að ég ætlaði að skíta í mig af ótta við lifrarbólgu c eða eitthvað álíka. Svo kom bara á daginn að þeir greyin voru drullu hræddir við mig og fóru í stressi að spyrja mig hvaðan ég væri, en vissu náttla ekkert hvar Ísland var..

Stella

01:40  
Blogger Þóra sagði...

eina leiðin til að fá að vera í friði í svona dópgötu er að falla inn í hópinn. ég fattaði það þegar ég lenti í að búa svona í osló. þar eru allir heróínfíklar á línuskautum svo ég fór að nota mína meira til að minnka áreitið og betlið á leið minni í skólann. það svínvirkaði.

17:44  
Blogger Dagný Rut sagði...

Ekki tala illa um IKEA. Ég elska IKEA.

23:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vandamál= Dópistar og IKEA
Lausn= Hvað með að prófa næst að fara í gegnum IKEA á línuskautum???
Það gæti gert búðarferðina áhugaverðari og fær þig örugglega til að gleyma öllum heimsins vandamálum í leiðinni!
Lóa

22:43  
Blogger styrmir sagði...

Vá, takk fyrir allar þessar ábendingar um lausn vandans. Línuskautapælingin er mjög góð. Var samt að koma úr 5 daga ferð til Svíþjóðar og kunni svo vel við mig að ég mun ekki tala illa um neitt sænskt aftur.
Ég elska IKEA.

16:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst Sænsku kjötbollurnar
bestar og ég fer reglulega í
Skútuvoginn til að gæða mér á
einni eða tveimur KJÖTBOLLUM!
Rína

19:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í KEA kjötbollum er dóp, og þið eruð allir djönkarar
Rufalo

22:19  

Skrifa ummæli

<< Home