Mér er farið að hitna í hömsunum!
Mér finnst ég alltaf vera að heyra eða lesa það að fólk sé að fara "erlendis". Fólk fer ekki erlendis heldur fer það "utan", eða er það ekki Sara?
Svo er annað. Margir lesa og skrifa um fjöldamorðingja en vita ekki alveg hvað það er. Fjöldamorðingi er sá sem drepur marga í einu sbr Columbine o.s.frv. Sá sem drepur marga en á ákveðnu tímabili er raðmorðingi s.s. Ted Bundy, Henry Lee og vinir þeirra.
Af hverju? Jú, ég var að horfa á Ópkast á netinu og ein fór erlendis. Þetta er eitt af þessu sem maður pirrar sig alltaf á þegar maður heyrir það nefnt en gleymir þess á milli.
Annars er frekar skrítið að maður skuli ná að pirra sig svona, í fríinu.
Tökum nú höndum saman og breytum þessu. Mig grunaði ekki Gvend að þetta væri svona algengt.
Svo er annað. Margir lesa og skrifa um fjöldamorðingja en vita ekki alveg hvað það er. Fjöldamorðingi er sá sem drepur marga í einu sbr Columbine o.s.frv. Sá sem drepur marga en á ákveðnu tímabili er raðmorðingi s.s. Ted Bundy, Henry Lee og vinir þeirra.
Af hverju? Jú, ég var að horfa á Ópkast á netinu og ein fór erlendis. Þetta er eitt af þessu sem maður pirrar sig alltaf á þegar maður heyrir það nefnt en gleymir þess á milli.
Annars er frekar skrítið að maður skuli ná að pirra sig svona, í fríinu.
Tökum nú höndum saman og breytum þessu. Mig grunaði ekki Gvend að þetta væri svona algengt.
14 Comments:
Satt satt strákur - góð pæling.
Maður fer ekki erlendis en maður getur verið staddur erlendis. Maður fer hreinlega til útlanda, eða til e-s ákveðins lands.
Að fara utan þýðir í raun að sigla austur frá Íslandi en að fara út þýddi að sigla vestur til Íslands, það er þó ekki notað lengur í þessu samhengi nema í fornum skruddum.
En ,,að fara erlendis" notar fólk mikið til þess að þykjast tala FÍNT mál sem er kannski það vandræðalegasta við þetta.
Ég er búin að fyrirgefa þér bloggletina.
Það er skrifað "skrýtið" en ekki "skrítið". Bara svona af því að þú ert að leiðrétta á annað borð....En ég reikna með að þetta hafi verið gildra fyrir hverúlanta eins og mig....
Æy, en vandræðalegt. Ég vyssy þetta alveg, var bara að skryfa ý mirkry.
Rithátturinn skrýtinn er almennt talinn réttari og er útbreiddari en að skrifa með einföldu, skrítinn, er leyfilegt og orðmyndina má finna í orðabók.
Sjá Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa. Mörður Árnason ritstýrði. Edda - útgáfa hf., Reykjavík. (bls. 1355 í M-Ö bindinu)
Sjálfri finnst mér skrítinn vera fallegra.
Með bestu kveðju og haltu áfram að skrifa í myrkri...
Persónulega finnst mér betra að vera skrítin en skrýtin. Svo finnst mér alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk fær sér pulsu.
Pulsa já, það er eitthvað einkennilegur eða hálfsnobbaður fílingur yfir því að segja pylsa, en það er nú bara ég.
Mikið er gott að eiga þig að Sara, bjargaðir mér fyrir horn þarna. Mér finnst skrítinn líka vera fallegra.
Hvernig gengur gítarspilið?
Kæra málvísindafólk, ég var einmitt
stödd erlendis þegar ég heyrði af öllum þeim ósköpum sem riðið hafa
yfir....
Vona að of margar rað-og fjöldamorðingjahugsanir séu ekki
að ríða þér að fullu, kæri bróðir.
Kv. Buffalo Bill
Já nú má þér heldur betur fara að hitna í hömsum þínum þar sem skæruliðinn hún yngri systir þín mun mæta til Djammerkur kl.18.00 á morgun fös!
Marta
Rosalega væri ég til í að vera með
ykkur í Djammmörku, sætu systkini
mín.
Rína
Vildum að þú værir hér með oss að tékka á öl-durhúsunum.
Hey hvernig væri ad henda inn nýrri færslu.
Já hvernig væri að fara hita hamsana.
obe
Hver er þessi Sara, hún er mögnuð. Hef ekki heyrt fólk tala svona (lesa/tala, við erum í netheiminum) frá því að Ingibjörg var að kenna í Hlíðaskóla. Frábært
Skrifa ummæli
<< Home