þriðjudagur, október 04, 2005

Að eiga skeggjaðan föður...

...varð til þess að mér var aldrei kennt að raka mig.

Ég hef nefninlega tekið þá ákvörðun að vera vel rakaður í vetur og raka mig ca annan hvern dag. Þetta átak byrjaði í gær. Eftir rakstur og andlitsskolun meig ég. Burstaði því næst í mér tennurnar og var litið á sjálfan mig í speglinum.

Ég leit út eins og ég hefði skallað spegilinn frekar en staðið fyrir framan hann á meðan rakstrinum stóð. Tíminn sem það hafði tekið að pissa gaf blóðinu tækifæri á að vætla út og ég stóð eftir með ca 10 sár í andlitinu.

Svaf svo vært með andlitið reifað í klósettpappír.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

æjaæjaæaj ég skal kenna þér að raka þig þegar ég kem í lok.okt! Ég ætla að safna í hökutopp þangað til svo rökum við þetta allt saman saman!
Marta

15:27  
Blogger Heklurnar sagði...

bara fara í vax
-stella

12:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig dettur þér í hug að raka þig sjálfur? Ertu ekki Hafnarstudent? Þig langar til að dönsk rakarabörn fari svöng í háttinn.
Indriði

12:55  
Blogger styrmir sagði...

Það er bara eitthvað við það að fara til þykk-yfirvaraskeggjaða Arabans og borga honum fyrir að leggja hníf að hálsi sér. Veit´ða ekki.

17:56  

Skrifa ummæli

<< Home