mánudagur, desember 05, 2005

Ég kemst í hátíðarskap

Ég fór út á lífið með Söru á föstudaginn. Það átti nú ekki að verða neitt rosalegt kvöld en það verður að segjast að maður hefur nú ekki gríðarlega sjálfsstjórn þegar tappinn er úr flöskunni. Hápunktur kvöldins var án efa rauð pulsa og Jolly Cola á Raadhuspladsen. Lágpunktur kvöldsins var að koma Söru heim til sín en það var gert eftir óvenjulegum leiðum sem fela í sér brosandi Afríkumenn, dökkar rúður og að kíkja eftir löggunni.

Á laugardaginn var allt í ólestri, bæði bækurnar og höfuðið mitt. Þúrfti ég því að beila á innflutningspartýi sökum samviskubits.

Annar sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur hér á Abel Cathrines gade rétt eins og sá fyrsti. Strákarnir á Konya kebab hefðu örugglega verið í hátíðarskapi ef þeir héldu jólin hátíðleg. Ég hef komist að því að galdurinn við að hámarka "ring of fire" daginn eftir er að leyfa þeim að setja chillíið á án þess að maður horfi á hversu mikið þeir setja. Ég tók schawarmann með mér heim, kveikti á kerti, át og svitnaði í korter. Lauk kvöldinu á að misnota sjálfan mig, hátíðlegt að búa einn! Ætla ekki að gera það lengi, það er nefninlega stelpa sem að býr örugglega í nágreninu(er a.m.k. alltaf að tjilla úti á horni) sem er alltaf að blikka mig eitthvað.

Konya Kebab á Istedgade er sá besti í Kbh. King of Kebab og Mujaffas komast ekki í hálfkvisti við Konya. Ég held meira að segja að þeir slái út Amager Kebaben.

Í dag er dimmt og dumbungur yfir, bæði mér og kbh. en svo koma jólin....

Ég kem til Íslands eftir viku og verð mjög lengi.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki koma grenjandi til mín í leit ad Amager Kebab eftir ad Konya stælgæjarnir eru búnir ad hrækja í babbann thinn.

15:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Konya Kebaba thýdir úldinn hundur á persnesku.

15:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætla rétt að vona að kebabið sé betra en helv. pítsurnar á Essostöðinni í Borgarnesi.
OBE

17:22  
Blogger hs sagði...

ástandið á þér hefði verið afar slæmt á sunnudegi ef þu hefðir ekki beilað.
last man standing hent út um hálfsex ... hann var enn í megastuði.

besti kebabinn fæst á móti kaffibarnum mínum á istedgade.



hs

18:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú vissir að það er chilikebab í
jólamatinn, kæri kebabbróðir??
Vænn skammtur af súkkulaði í
desert....heill heimur af ýldulykt!
Rína

19:30  
Blogger styrmir sagði...

Kebabinn er pottþétt betri en pitzan sem eyðilagði minninguna um veiðiferð í Laxá í Þing, kommon!

Ég hef bara fengið mér þann kebab, Hulda, á leiðinni heim af Vega svo ég er ekki nógu dómbær á ágæti hans. Kannski maður geri sér ferð þangað á þriðja sunnudegi í aðventu.
Mér líst illa á chilikebab í jólamatinn og Haukur þú varst ekki búinn að sofa í 30 tíma þegar þú skrifaðir þetta og tek ég því ekki mark á þér.

11:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hafðu þig nú hægan um hægðirnar.

13:14  
Blogger styrmir sagði...

En hver er leynigesturinn raggie smiths??

14:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff ég ég fæ velgju af því að lesa þessar stórkostlegu „kjebebb“ umræður. Frekar myndi ég held ég vilja vænt bjúga í jólamatinn í stað helvítis „kjebebbsins“. Hlakka til að fá þig heim í heiðardalinn litli vin.

22:19  
Blogger styrmir sagði...

Ég er sammála þér Marta, hlakka til að hitta ykkur.

22:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hef sofið nú og er öllu mildari. Það getur bara vel verið að frændurnir á Konya séu að gera góða hluti og ég býð bara eftir boði yfir í vesturbæinn.

En hvað varðar síðasta föstudag, getur það verið að þessa rauða pulsa hafi verið meiri hátindur en gæsin?

14:23  

Skrifa ummæli

<< Home