fimmtudagur, apríl 26, 2007

Uppgefnar eftir Louisiana

Þær stöllur eru á leiðinni heim frá Louisiana safninu þegar þessi mynd var tekin. Það er greinilegt að list leiðir af sér djúpa íhugun.

föstudagur, apríl 20, 2007

Callé Neptuno

Við Eva höfum pantað okkur gistingu í Madrid og í Havana. Við ætlum að eyða enni nótt í Madrid vegna þess að fluginu okkar var breytt. Við fljúgum svo til Havana daginn eftir, sem er sosum ágætt því ferðalagið er langt.
Í Madrid Verðum við á Hostal laVera, sem er það ódýrasta í Madrid og heldur 11 herbergi en það er staðsett rétt við Retiro-garðinn og hýsti áður hertogann af Sanotána. Þá vitið þið það.

Í Havana ætlum við að gista heima hjá hjónum. Við höfum leigt af þeim íbúð í húsinu þeirra við Callé Neptuno í Centro Habana y Prado. Hverfið er gamalt og frá nýlendutímanum og er mitt á milli Vedado, hverfis sem byggðist að mestu upp eftir Castro eða A.C., og gamla hlutans. Við fengum myndir af slotinu okkar og eina mynd af hjónunum sjálfum.




Maður fer stundum að hugsa um eitthvað annað... er einmitt að fara í próf eftir 3 tíma.

laugardagur, apríl 07, 2007

Páska-raksturinn

Mikið var gaman í stuttri heimsókn á Íslandi fyrir utan móðganir í minn garð varðandi hársöfnun.



Ég pældi í að hætta þarna. Fannst þetta vera eitthvað svo vorlegt.

En endaði á að taka allt og vaskurinn er stíflaður. Skyldi þó eftir tvö T-bone.