þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Jón Ásgeir og ég

Ég átti von á því að fá greiddann til baka persónuafsláttinn sem ég nýtti ekki í fyrra eftir að ég byrjaði í skóla. 100.000 kell eða svo átti það að vera.

Fékk tæpar 25.000 og var gráti næst, skildi ekki neitt í neinu því ég, viðskiptafræðineminn sjálfur, var búinn að reikna þetta allt út og setja inn í budgetið. Ég setti semsagt endurskoðandann minn í málið. Sá lagði fram kæru því hann var sammála mér, ég átti að fá 108.000 krónur til baka. Mann munar nú um 83.000 kallinn.

Skatturinn svaraði því að ég hefði verið tekinn í tékk, rannsókn eða hvað þetta kallast. Ég!, sem var alveg með heila milljón í fyrra held ég. Mér þykir þetta ósanngjarnt!!! Það hljóta einhverjir að vera líklegri en ég til að fela monní og stinga honum undan.

Ég þarf semsagt að sýna fram á námsframvindu, staðfestingu frá skóla, sem ég skil ekki alveg að geti verið svona mikilvægt. Geta þeir ekki talað við LÍN eða eitthvað?
Og svo þarf ég að sýna tekjuvottorð frá Danmörku. OK, ok, það er kannski ekki mikið mál að fá staðfestingu frá skólanum og því hefur verið reddað.

Til að nálgast tekjuvottorðið þarf ég digital signature. Þegar ég sæki um hana verður aðgangskóðinn minn sendur á skráða heimilisfangið mitt sem er Bartholinsgade 11. Það gengur ekki upp þar sem fyrrverandi leigusalinn okkar er í brjálæðiskasti út í okkur og sakar okkur um að hafa reynt að fara aftan á hann í Rodeo-reið. Ég býst við að hann brenni allann póst stílaðann á mig.

Því ætlaði ég að reyna að skipta um adressu og fá aðganginn sendann til Hauks og Öglu. En viti menn, ég þarf digital signture til að geta skipt um adressu á netinu.
Það er sosum ekkert óeðlilegt en þetta kallast deadlock eins og Haukur orðaði það.

Þannig að ég skipti náttúrulega um adressu um leið og ég kem út, redda fokking tekjuvottorði, sendi það heim og þarf þá örugglega að bíða í einhvern tíma eftir að málið verði afgreitt. Peningana ætlaði ég að nota til að greiða upp í allt of háann yfirdrátt en í staðinn borga ég frekari vexti af öllu saman. HVERS ÉG AÐ GJALDA?

Svo hafa þeir ekki einu sinni lagt inn á mig 25.000 kallinn sem þeir ætluðu þó að láta mig hafa.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Útför!!

Senn líður að heimför eða útför, varla heimför þar sem ég hef ekki komið heim til mín ennþá. Ég er kominn með íbúð á Öresundskollegíinu og er það vel. Var farinn að sjá fyrir mér að búa í ferðatösku heima hjá Öglu og Hauki eins og í fyrra. Ég legg í hann austur á bóg í kringum mánaðarmótin ág./sep. Og hlakka mikið til að hitta Amagerklíkuna sem sem virðist ætla að verða sterk í vetur.

Það gerist greinilega ekki mikið sem mig langar til að segja frá í Reykjavík. Þegar ég loks bloga þá bloga ég um kbh. Hvort vil ég ekki skrifa það á alnetið eða gerist ekkert skrifa vert??