þriðjudagur, október 18, 2005

Mér er farið að hitna í hömsunum!

Mér finnst ég alltaf vera að heyra eða lesa það að fólk sé að fara "erlendis". Fólk fer ekki erlendis heldur fer það "utan", eða er það ekki Sara?

Svo er annað. Margir lesa og skrifa um fjöldamorðingja en vita ekki alveg hvað það er. Fjöldamorðingi er sá sem drepur marga í einu sbr Columbine o.s.frv. Sá sem drepur marga en á ákveðnu tímabili er raðmorðingi s.s. Ted Bundy, Henry Lee og vinir þeirra.

Af hverju? Jú, ég var að horfa á Ópkast á netinu og ein fór erlendis. Þetta er eitt af þessu sem maður pirrar sig alltaf á þegar maður heyrir það nefnt en gleymir þess á milli.

Annars er frekar skrítið að maður skuli ná að pirra sig svona, í fríinu.

Tökum nú höndum saman og breytum þessu. Mig grunaði ekki Gvend að þetta væri svona algengt.

þriðjudagur, október 11, 2005

Jebb!

Var að klára prófin, gengu sæmilega.

Sit á Bang og Jensens og drekk öl, kominn í tveggja vikna frí.

Þá vitið þið það.

föstudagur, október 07, 2005

Franke min ven

Munið þið eftir náunganum í Pusher sem lék aðal supplæerinn hans Franks? Sá sem Frank skuldaði peninga alla myndina eftir að hann hljóp með spíttið hans út í Söene. Frekar óhugnalegur náungi. "Fraanke, min ven", muniði ekki?

Sá hann á Höfuðbananum um daginn. Hann var í leðurbuxum. Djöfull varð ég hræddur maður.

þriðjudagur, október 04, 2005

Að eiga skeggjaðan föður...

...varð til þess að mér var aldrei kennt að raka mig.

Ég hef nefninlega tekið þá ákvörðun að vera vel rakaður í vetur og raka mig ca annan hvern dag. Þetta átak byrjaði í gær. Eftir rakstur og andlitsskolun meig ég. Burstaði því næst í mér tennurnar og var litið á sjálfan mig í speglinum.

Ég leit út eins og ég hefði skallað spegilinn frekar en staðið fyrir framan hann á meðan rakstrinum stóð. Tíminn sem það hafði tekið að pissa gaf blóðinu tækifæri á að vætla út og ég stóð eftir með ca 10 sár í andlitinu.

Svaf svo vært með andlitið reifað í klósettpappír.