laugardagur, desember 23, 2006

Gleðileg jól, allir saman, það er komin jólastund...

Dúettinn Bartholin hefur gefið út jólalag. Orginala má nálgast í 12 Tónum í Kaupmannahöfn.

Lagið heitir julefrokost. Njótið.

Hér er svo pshycobitchmixið af laginu.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólastuð

Dúettinn Haust eða Styrkur (eigum eftir að velja á milli) hefur fengið Helgu Möller í lið með sér og er verið að leggja lokahönd á jólalagið í ár í Studio Rassa Nils. Massastuð og drullugott lag sem Keflvíkingurinn Haukur Jóhann Sigmundsson hefur samið.

Er á leiðinni til Stokkhólms á eftir að skoða í búðir og tjilla með bræðrunum Hans og Solo (nöfnin eru ekki grín).

Laginu verður vonandi póstað hér í byrjun næstu viku.

Góðar stundir

mánudagur, desember 11, 2006

Myndir myndir myndir


Komnar myndir frá Dr. Spock tónleikunum og upptöku jólalags dúetsins "Haust"

föstudagur, desember 08, 2006

Fékk mér myndavél í gær

Allt frá hatti ofan í skó, herradeild P.Ó.

"Suð-suð vestan 9 og átta gráðu hiti." Þetta sagði Eva mér þegar ég kom úr sturtu í morgun. Hún kveið mótvindinum á leiðinni framhjá Söene þar sem hún hafði gefið baðherbergisvaskinum okkar hnéspark í gærkvöldi svo á sá.

Ekki beint jólalegt veðrið hér í borg en það er allt í lagi því mig grunar að Reykjavík muni bjóða okkur upp á kulda og trekk. Eftir tvær vikur förum við til Íslands. Þangað til ætla ég að vinna í verkefninu mínu, fara til Stokkhólms, vinna hjá Indriða, skila kollegí herberginu mínu, skipta um heimilisfang og kaupa jólagjafir en það er komið þema fyrir jólagjafirnar í ár.

Ég held að Nordre Frihavnsgade sé uppáhaldsgatan mín hér í borg, hún sameinar þjónustu, sniðugheit, tísku, góðan mat og bari. Svo er Kervan þar líka en það er mið-austurlensk verslun með gæðavöru. Baunir, grænmeti, chutney af öllum gerðum, fois gras, brauð, súkkulaði, vín, hunang, kúskús, pasta, hnetusmjör og ótal margt fleira sem ég hef ekki hugmynd um hvað er en finnst geðveikt gaman að skoða og kaupa. Þeir selja líka blóm, gefa manni vín og ansjósur að smakka og eru bara með almenn almennilegheit. Svona á búð að vera.

Ég fór í gær í smá útréttingar. Skrúfubúðina, tvinnabúðina, hárkremsbúðina, pósthúsið og á hælabarinn(skósmiðinn) og kaffibúðina. Fékk allt sem mig vantaði og afgreiðslufólkið viss allt um það sem selt var á hverjum stað, enda sérhæfðar búðir. Ég þarf að taka þetta fyrir bráðum.

Ég er gasalega svag fyrir kaffi, ég nenni eiginlega ekki að drekka það nema það sé gott. Ég held ég hafi óverdósað á vondu kaffi eftir öll árin á Billanum og í Skógarhlíðinni. Við Eva eigum fjórar gerðir af kaffi núna og þær eru allar í kúl umbúðum.


Dr. Spock spila í Ind Tónum á eftir, þar verður örugglega fjör og frítt vín. Við ætlum á skauta á sunnudag á Kongens Nytorv ef svellið er ekki bráðnað annars bara á Ingólfstorg eftir 2 vikur.