föstudagur, apríl 29, 2005

Fyndnir Afríkubúar

Má til með að deila þessu með ykkur. ....hvað getur verið svona ógeðslega fyndið, á Afrísku?

http://gallery.bth.is/album12/Sigguv_l_109

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Afskiptasemi er óþolandi

Það var síðastliðinn föstudag að Gauti hringdi í mig og bauð mér í matarboð á laugardagskvöldið. Vá, takk sagði ég. En tjáði honum líka að hinir alræmdu Aflagrandabræður væru í heimsókn hjá mér svo að matarboðið þyrfti kannski að bíða betri tíma (sá s.s. fyrir mér e-ð mjög kasjúal kvöld). Þá sagði Gauti mér að taka þá bara með. Ok, flott maður við mætum, svaraði ég. “En Stymmi svo verða þarna tvær stelpur, önnur þeirra er að vinna með mér...og er bara nokkuð sæt”, sagði Gauti. Hvað á hann við með því, hugsaði ég. Glætan að hann ætli að reyna að koma mér saman við e-a stelpu maður! Þoli ekki fólk sem gerir slíkt og sérstaklega þegar ég er skotspónninn.

Bræðurnir og ég gengum eftir Gammel Kongevej á leið til Gauta í leit að bjórkassa til að taka með okkur.

Þegar inn var komið byrjaði þetta vandræðalega þegar maður hittir fólk í fyrsta skipti og allir vita af hverju þeir eru þarna (koma mér og Mette saman). Hún var indæl en ca. 32 ára (sem er sosum í lagi) en hún var ein mesta steik sem ég hef kynnst. Við strákarnir vorum frekar framlágir eftir kvöldið áður og ekki þeir hressustu akkúrat þarna.

Ég braut ísinn. “Sa, du og Gauti arbejder sammen jeh”? “Ja, men vi kalder han altid Iceman”, og svo rifnaði hún úr hlátri. Ok, flott! Svo spurði ég þær hvað þeim þætti gaman að gera svona um helgar og svona. Þá var svarað: “ Vi maske drikker to öl og sa gar vi ud at danse!” og þá setti hún upp svona villtan svip, flipp-svip. Vúhúú!. Ok, flott.

Þær stöllurnar tóku með sér geisladisk til að spila í matarboðinu. Hann hét “Party CD 2”, og var mest um DJ Bobo og meistara Scooter á þeim disknum. Og Scooter er ekki ídeal dinnermúsík, get ég sagt ykkur, annað en psychobithcmix 1.

Eftir frábæran mat sem Gauti (sem er kokkur) og Águsta útbjuggu var ákveðið að halda fúzball-mót (Gauti og Ágústa eiga fúzball spil). Ég fór inn í eldhús og náði í öl og hitti Gauta þar. Hann spurði mig þá hvernig mér litist á þetta blinda deit (með hæðnissvip). Ég tjáði honum að hann væri líklega geðveikur.

Svo byrjaði mótið og ég tapaði nokkrum leikjum í röð. Á þessum tímapunkti var ég búinn að teiga meðalið og kominn í stuð aftur og hafði ekki tekið eftir neinum tilburðum hjá stelpunni gagnvart mér. Hjúkk, henni líst ekkert á mig, hugsaði ég. Stuttu eftir að þessari hugsun laust niður í huga mér sagði hún að hún ætlaði að vera klappstýran mín í kvöld! Svo skoraði ég. Byrjar mín ekki að dansa klappstýrudans handa mér, og NB hún drekkur varla. Ég varð náttúrulega hinn vandræðalegasti yfir þessum tilburðum og gaf henni fimmu með báðum.

Svona hélt þetta áfram. Ekkert gerðist milli okkar þrátt fyrir fúzball-hitann. Stuttu eftir að við fórum út fóru þær heim.

Hættum að skipta okkur að náunganum og gera honum óumbeðna greiða. Og ég ætla aldrei aftur í matarboð sem Gauti býður mér í.

mánudagur, apríl 18, 2005

Blixa úr Bad Seeds

Pizzu troðið í sig á mettíma, pantaður Taxi og haldið út í bæ. Þetta var í ljósaskiptunum og eftirvæntingin að buga menn, sérstaklega Aflagrandabræðurna (ekkert skyldir Skeljagrandabræðrum). Pönkarar og goth-arar voru í miklum meirihluta. Svo var einn sem hélt hann væri Ziggy Stardust.

Við fengum sæti beint á móti sviðinu. Vorum á svölunum á Store Vega. Það var korter í brjálæðið. Tvær loftpressur, stálplötur, pípur og bensínbrúsar, öllu snyrtilega uppstillt á sviðinu.

Svo birtust þeir einn af öðrum. Blixa Bargeld fremstur meðal jafningja í jakkafötum en berfættur. Þeir töldu sex fyrir utan tvo sem unnu á hinu mixborðinu sem var á sviðinu. Svo byrjaði tveggja og hálfs tíma geðveiki. Blixa stjórnaði eins og hljómsveitarsjtóri, milli þess sem hann söng eða ýlfdi, og hikaði ekki við að láta mixarana heyra það ef honum mislíkaði eitthvað. Fáránlegasta skrani var búið að breyta í hljóðfæri og útkoman var, að ég fullyrði, magnaðasta upplifun sem ég hef lifað upp. Líklega var það hápunkturinn í geðveikinni þegar annar perkussjónistanna hljóp fram á sviðið með innkaupakerru og míkrófón og beitti slípirokki á kerruna með tilheyrandi hávaða og neistaflugi sem ringdi yfir Blixa og Alex bassaleikara. Þótt svo venjuleg hljóðfæri hafi verið í minnihluta og allt virtist vera gert á skjön við það sem kallast venjuleg músík voru þeir samt að spila lög.
Ef þið viljið nánari útlistingar á þessum tónleikum þá verðið þið bara að hringja í mig því ég get ekki alveg skrifað lýsingu á þessu stöffi.

Ég hvet ykkur öll sem eitthvað hafið gaman af músík að reyna að fara að sjá þá e-s staðar en þeir eru að túra 25 ára afmælistúrinn sinn núna, þeir eru nefninlega allir um fimmtugt. Einsturzende Neubauten. http://neubauten.org/

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Námsmaður

Það er ekki lognmollan í Sjuppen. Íris frænka og Bryndís komu á föstudaginn og höfum við verið að tjilla saman og skelltum okkur á stjörnufræðisafnið, Bakken og í gær hjóluðum við í Zoologiske have. Íris minnti einna helst á Lance Armstrong hjólreiðakappa, svo vel stóð hún sig.
Á laugadaginn skellti ég mér á Vega ásamt nokkrum. Ég var þar frá 21 til ca. 5 morguninn eftir. Þar voru að spila nöfn eins og Erik Lavander (vinur hennar Hildar) sem spilaði rosa fína raftónlist, ekki sú melódískasta en rosa kúl. Steintryggur voru þarna líka og þótti mér þeir alveg magnaðir. Steintryggur fengu mig til að standa upp og hrista mig eins og óður væri. Mér fannst hristið flott þá en var bent á það daginn eftir að þetta hefði kannski verið fullmikið af hinu góða. Næstir voru Buckmaster og President Bongo (úr gusgus) og þá náttúrulega missti ég vitið og man eiginlega ekkert eftir þeim, slíkur var transinn. Svo voru hinir dönsku Bikstok (reggí) og Ralph Neumann (eða e-ð) en hinir síðarnefndu tóku e-ð sem ég kýs að kalla trommubattl (eins og strákarnir í rappinu taka stundum), og var það alveg magnað. Kvöldinu var svo slúttað á viðeigandi hátt eða í kaffi og konna á hlýlega staðnum Big Star kebab.
Dagurinn í Bakken daginn eftir var soldið erfiður en manni er nú ekki boðinn dagspassi í Bakken á hverjum degi. Ég baðst undan því að far í þau tæki sem snerust mikið, það var samþykkt af mæðgunum. En eftir tvær rússíbanaferðir var eg orðinn soldið skrítinn í haus og maga. En þá bauð Bryndís frænka upp á meðal af krana og varð ég óstöðvandi eftir það. Við Íris frænka fórum meira að segja tvisvar í sum tækin.
Bræðurnir Heimir og Tjörvi koma svo á morgun í þeim tilgangi að teiga öl og svo förum við á tónleika með Einsturzende Neaubaten á sunnudag.

Verð að hætta, er nefninlega að fara í Tivoli.

föstudagur, apríl 08, 2005

Thettur a kantinum

Haldidi ad Stymminn hafi ekki bara dundrad ser a lappir klukkan 7 i morgunn. Eitthvad sem keellinn er ekki vanur ad gera eftir skonsuveidar a fimmtudegi. Jiu! Olsterinn var tho maettur lika og skvettu keellarnir sma keffi i grimuna a ser til ad meika StatisTik. AIGHT! Stymminn hefur ekkert heyrt i Baroninum for a while, kaemi nu ekki a ovart ef kallinn vaeri adeins bissi vid ad leggja skonsurnar, inni a letti, Jiu! Thettur a kantinum. Annars er Stymminn massahress, kellingalaus og vitlaus, aight! Lysi her med eftir skonsum sem vilja lata Stymmsterinn detta a sig, Jiu!

Midad vid thad sem skrifad hefur verid ad ofan, hvada ithrottagrein stunda eg i fristundum?

Ps. Hef sed a alnetinu ad thetta er lingo sem madur tharf ad tileinka ser til ad vera kul. Hedan i fra mun eg alltaf skrifa eins og *********haus sem tilheyrir einhverjum rosahressum strakavinahopi sem halda uti heimasidu, allir saman!

Stymminn a.k.a. Stymmster a.k.a. Pimpsterinn.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Lykt af hita

Jább, maður kominn aftur heim eða út. Kom seint að kveldi og fór að sofa fljótlega. Hitti Dóra og Hildigunni en þau voru einmitt í bænum um helgina. Þegar ég gekk út um útidyrahurðina heima hjá mér tók á móti mér þessi yndislega lykt sem maður finnur aldrei á Íslandi en finnur í útlöndum þegar heitt er í veðri. Líklega er þetta lykt af gróðri sem ég kýs að kalla rakalykt, rakaspíri hohohho! Já, það var aldeilis sumarfílingur, sem þýðir bara eitt og það er að hendast á eitthvað útikaffihús og fá sér einn til tvo sveitta. Þar sátum við í nokkra tíma alveg að stikna og maður bara á bolnum, ber að neðan en með sólgleraugu með UV-vörn. En nú er aftur að kólna en ég er fullur bjartsýni ennþá eftir þennan góða dag og held því fram að sumarið sé handan við hornið, allavega vorið. Allir léttklæddir og brosandi. Langaði að leyfa ykkur að finna aðeins ylinn sem hér er. Hef nefninlega heyrt að ekki veiti af þessa daganna.