miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það tekur bara 3 mínútur að drekka einn espresso

Smáskífan Julefrukost með Bartholin seldist upp fyrir jólin í 12 Tónum.

Ég er annars haldinn miklum verkkvíða við að tjasla saman ritgerð sem ég á að skila eftir 8 daga. Ég er rétt búinn með innganginn.

Þegar lífið er með svoleiðis stæla við mann hugsar maður um það góða sem maður hefur upplifað upp á síðkastið. Mér varð þá strax hugsað til kaffisataðarins Sosta í Stokkhólmi. Þar er hvítur marmari á gólfum og 3 borð til að standa við. Þeir selja kaffi, ítalskt sætabrauð og San Pellegrino. Eigandinn tók við pöntunum og greiðslu en hann var í stífpressaðri og almennilegri blárri síðerma skyrtu með brett upp á ermarnar og með vínrauða svuntu yfir. Hinir sem útbjuggu kaffið voru eins nema í stuttermaskyrtum og allir mun yngri en eigandinn. Allir voru þeir augljóslega af ítölsku bergi brotnir og töluðu saman á ítölsku.

Á þennan stað fór ég þrisvar á tveimur dögum og var ég þar inni í um 5 mínútur í hvert skipti. Hröð var þjónustan og hver sagði að maður þyrfti að fá sér sæti og eyða 30 mínútum af dýmætum tímanum í kaffiþamb? Sosta hefur verið á þessum stað í um 20 ár og alltaf er nóg að gera. Margir fjárfestar hafa viljað kaupa staðinn til að opna fleiri því þeir fíla svo geðveikt þetta "ítalska konsefft", heyriði ekki í plebbunum segja þetta?? En herra Sosta líður vel þar sem hann er og vill ekki gera neinar breytingar.

Nú líður mér betur.