Afskiptasemi er óþolandi
Það var síðastliðinn föstudag að Gauti hringdi í mig og bauð mér í matarboð á laugardagskvöldið. Vá, takk sagði ég. En tjáði honum líka að hinir alræmdu Aflagrandabræður væru í heimsókn hjá mér svo að matarboðið þyrfti kannski að bíða betri tíma (sá s.s. fyrir mér e-ð mjög kasjúal kvöld). Þá sagði Gauti mér að taka þá bara með. Ok, flott maður við mætum, svaraði ég. “En Stymmi svo verða þarna tvær stelpur, önnur þeirra er að vinna með mér...og er bara nokkuð sæt”, sagði Gauti. Hvað á hann við með því, hugsaði ég. Glætan að hann ætli að reyna að koma mér saman við e-a stelpu maður! Þoli ekki fólk sem gerir slíkt og sérstaklega þegar ég er skotspónninn.
Bræðurnir og ég gengum eftir Gammel Kongevej á leið til Gauta í leit að bjórkassa til að taka með okkur.
Þegar inn var komið byrjaði þetta vandræðalega þegar maður hittir fólk í fyrsta skipti og allir vita af hverju þeir eru þarna (koma mér og Mette saman). Hún var indæl en ca. 32 ára (sem er sosum í lagi) en hún var ein mesta steik sem ég hef kynnst. Við strákarnir vorum frekar framlágir eftir kvöldið áður og ekki þeir hressustu akkúrat þarna.
Ég braut ísinn. “Sa, du og Gauti arbejder sammen jeh”? “Ja, men vi kalder han altid Iceman”, og svo rifnaði hún úr hlátri. Ok, flott! Svo spurði ég þær hvað þeim þætti gaman að gera svona um helgar og svona. Þá var svarað: “ Vi maske drikker to öl og sa gar vi ud at danse!” og þá setti hún upp svona villtan svip, flipp-svip. Vúhúú!. Ok, flott.
Þær stöllurnar tóku með sér geisladisk til að spila í matarboðinu. Hann hét “Party CD 2”, og var mest um DJ Bobo og meistara Scooter á þeim disknum. Og Scooter er ekki ídeal dinnermúsík, get ég sagt ykkur, annað en psychobithcmix 1.
Eftir frábæran mat sem Gauti (sem er kokkur) og Águsta útbjuggu var ákveðið að halda fúzball-mót (Gauti og Ágústa eiga fúzball spil). Ég fór inn í eldhús og náði í öl og hitti Gauta þar. Hann spurði mig þá hvernig mér litist á þetta blinda deit (með hæðnissvip). Ég tjáði honum að hann væri líklega geðveikur.
Svo byrjaði mótið og ég tapaði nokkrum leikjum í röð. Á þessum tímapunkti var ég búinn að teiga meðalið og kominn í stuð aftur og hafði ekki tekið eftir neinum tilburðum hjá stelpunni gagnvart mér. Hjúkk, henni líst ekkert á mig, hugsaði ég. Stuttu eftir að þessari hugsun laust niður í huga mér sagði hún að hún ætlaði að vera klappstýran mín í kvöld! Svo skoraði ég. Byrjar mín ekki að dansa klappstýrudans handa mér, og NB hún drekkur varla. Ég varð náttúrulega hinn vandræðalegasti yfir þessum tilburðum og gaf henni fimmu með báðum.
Svona hélt þetta áfram. Ekkert gerðist milli okkar þrátt fyrir fúzball-hitann. Stuttu eftir að við fórum út fóru þær heim.
Hættum að skipta okkur að náunganum og gera honum óumbeðna greiða. Og ég ætla aldrei aftur í matarboð sem Gauti býður mér í.
Bræðurnir og ég gengum eftir Gammel Kongevej á leið til Gauta í leit að bjórkassa til að taka með okkur.
Þegar inn var komið byrjaði þetta vandræðalega þegar maður hittir fólk í fyrsta skipti og allir vita af hverju þeir eru þarna (koma mér og Mette saman). Hún var indæl en ca. 32 ára (sem er sosum í lagi) en hún var ein mesta steik sem ég hef kynnst. Við strákarnir vorum frekar framlágir eftir kvöldið áður og ekki þeir hressustu akkúrat þarna.
Ég braut ísinn. “Sa, du og Gauti arbejder sammen jeh”? “Ja, men vi kalder han altid Iceman”, og svo rifnaði hún úr hlátri. Ok, flott! Svo spurði ég þær hvað þeim þætti gaman að gera svona um helgar og svona. Þá var svarað: “ Vi maske drikker to öl og sa gar vi ud at danse!” og þá setti hún upp svona villtan svip, flipp-svip. Vúhúú!. Ok, flott.
Þær stöllurnar tóku með sér geisladisk til að spila í matarboðinu. Hann hét “Party CD 2”, og var mest um DJ Bobo og meistara Scooter á þeim disknum. Og Scooter er ekki ídeal dinnermúsík, get ég sagt ykkur, annað en psychobithcmix 1.
Eftir frábæran mat sem Gauti (sem er kokkur) og Águsta útbjuggu var ákveðið að halda fúzball-mót (Gauti og Ágústa eiga fúzball spil). Ég fór inn í eldhús og náði í öl og hitti Gauta þar. Hann spurði mig þá hvernig mér litist á þetta blinda deit (með hæðnissvip). Ég tjáði honum að hann væri líklega geðveikur.
Svo byrjaði mótið og ég tapaði nokkrum leikjum í röð. Á þessum tímapunkti var ég búinn að teiga meðalið og kominn í stuð aftur og hafði ekki tekið eftir neinum tilburðum hjá stelpunni gagnvart mér. Hjúkk, henni líst ekkert á mig, hugsaði ég. Stuttu eftir að þessari hugsun laust niður í huga mér sagði hún að hún ætlaði að vera klappstýran mín í kvöld! Svo skoraði ég. Byrjar mín ekki að dansa klappstýrudans handa mér, og NB hún drekkur varla. Ég varð náttúrulega hinn vandræðalegasti yfir þessum tilburðum og gaf henni fimmu með báðum.
Svona hélt þetta áfram. Ekkert gerðist milli okkar þrátt fyrir fúzball-hitann. Stuttu eftir að við fórum út fóru þær heim.
Hættum að skipta okkur að náunganum og gera honum óumbeðna greiða. Og ég ætla aldrei aftur í matarboð sem Gauti býður mér í.
16 Comments:
Kæri Styrmir
Þú verður að losa þig við þessi ólýsanlegu höft og komast út fyrir þessa múra í kringum þig. Þú kannski veistu það ekki en flestir sem þú þekkir eru farnir að hafa áhyggjur af því að þú sért ekki genginn út. Lærum að bera virðingu fyrir tilraun Gaua sem mér sýnist koma frá hjartanu því hjartað er það líffæri sem á að hlusta á. Að sjálfsögðu geta stelpur verið stressaðar á fyrsta stefnumóti en málið er að sýna biðlund og gefa fólki tækifæri á að sýna sitt rétta andlit. Ég segi því, ekki afskrifa Scooter og hvenær hefur það talist ókostur að stúlkur drekki bjór og dansi.
Gangi þér vel
OBE
Kæra Æska.
Takk fyrir svarið. Ég skal reyna að vera opnari fyrir hálfvitum í framtíðinni.
Einn á þörfinni.
ohhh afhverju gat ég ekki verið þarna, eg hefði gert ansi mikið til að fá að sjá framan i þig þegar hun byrjaði að dansa klappstýrudans handa þér..!?
Hildigunnur
go stymme go stymme go stymme
þetta var svoo flott hjá henni
Hvaða hvaða... er einhver hundur í þér Stymmi minn?
-stella
É kalla þig heppinn ef þú hangir á lausu mikið lengur í Sjöppen!
Þá veit maður hvern á að skrá í Djúpu laugina2
Marta
Ég er ánægðust með 32 ára commentið!!!!!
Það var bara gert til að kynda í þér Sara mín!!
Bíddu Stimmi vorum við ekki saman í lestinni og ég er 33 ára. Einn fljótur að gleyma
..og ekki fór það nú fram hjá neinum..
Fyrirgefðu ónærgætnina Helen mín þar sem þú ert greinilega ekki kominn yfir mig ennþá!!
Stymmi minn, varaðu þig bara á
öllum kellingunum....femme fatale
leynist í okkur öllum.
Rína, stóra systir
Gefdu henni séns og bjóddu henni heim í mat. Lofa thó ekki ad ég verdi heimavid.
Hey - á ekkert að fara að blogga maður???
Hallo Stymme.
Mette var ad spyrja um tig svo ad eg gaf henni simanumberid hja ter. Bid ad heilsa henni. Gauti.
Skrifa ummæli
<< Home