mánudagur, apríl 18, 2005

Blixa úr Bad Seeds

Pizzu troðið í sig á mettíma, pantaður Taxi og haldið út í bæ. Þetta var í ljósaskiptunum og eftirvæntingin að buga menn, sérstaklega Aflagrandabræðurna (ekkert skyldir Skeljagrandabræðrum). Pönkarar og goth-arar voru í miklum meirihluta. Svo var einn sem hélt hann væri Ziggy Stardust.

Við fengum sæti beint á móti sviðinu. Vorum á svölunum á Store Vega. Það var korter í brjálæðið. Tvær loftpressur, stálplötur, pípur og bensínbrúsar, öllu snyrtilega uppstillt á sviðinu.

Svo birtust þeir einn af öðrum. Blixa Bargeld fremstur meðal jafningja í jakkafötum en berfættur. Þeir töldu sex fyrir utan tvo sem unnu á hinu mixborðinu sem var á sviðinu. Svo byrjaði tveggja og hálfs tíma geðveiki. Blixa stjórnaði eins og hljómsveitarsjtóri, milli þess sem hann söng eða ýlfdi, og hikaði ekki við að láta mixarana heyra það ef honum mislíkaði eitthvað. Fáránlegasta skrani var búið að breyta í hljóðfæri og útkoman var, að ég fullyrði, magnaðasta upplifun sem ég hef lifað upp. Líklega var það hápunkturinn í geðveikinni þegar annar perkussjónistanna hljóp fram á sviðið með innkaupakerru og míkrófón og beitti slípirokki á kerruna með tilheyrandi hávaða og neistaflugi sem ringdi yfir Blixa og Alex bassaleikara. Þótt svo venjuleg hljóðfæri hafi verið í minnihluta og allt virtist vera gert á skjön við það sem kallast venjuleg músík voru þeir samt að spila lög.
Ef þið viljið nánari útlistingar á þessum tónleikum þá verðið þið bara að hringja í mig því ég get ekki alveg skrifað lýsingu á þessu stöffi.

Ég hvet ykkur öll sem eitthvað hafið gaman af músík að reyna að fara að sjá þá e-s staðar en þeir eru að túra 25 ára afmælistúrinn sinn núna, þeir eru nefninlega allir um fimmtugt. Einsturzende Neubauten. http://neubauten.org/

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bang & Olufsseen græjur eru kannski ekki ideal fyrir þessa typu tónlistar, hljómar spennandi fyrir gamla pönkara eins og mig.
OBE

11:32  
Blogger styrmir sagði...

Þú þarft bara að fara að víkka gömlu gatanirnar og skella nokkrum lokkum í, þá ertu gjaldgengur.

16:40  

Skrifa ummæli

<< Home