miðvikudagur, maí 04, 2005

Ónotalegar uppáferðir

Ég hef tvisvar á ævinni tekið törn í að lyfta lóðum. Í bæði skiptin án árangurs og í bæði skiptin var ég að fara til sólarlanda.

Við Haukur höfum verið frekar svipaðir í vextinum, langir og grannir. Núna finnst mér ég ekki komast fyrir lengur í eigin rúmi.
Haukur ákvað fyrir um mánuði síðan að byrja að lyfta lóðum. Það var ekki nóg heldur vildi stráksi skjótann árangur og hefur fyllt eldhúsið okkar af einhverjum dunkum og dollum sem innihalda kreatín, prótein, mysuprótein, askorbínsýrur og eitthvað annað djöfulsins drasl. Gott og vel, sumarið að koma og hver vill ekki hafa hamlaða hreyfigetu þá!! Kreatínnotkun fylgir fret og það í miklu magni. Í tíma og ótíma er Haukur að spreyja kreatínskýjum um alla íbúð, það getur verið pirrandi en hvað get ég gert?
Nú hefur Haukur Hamar verið að lyfta í ca. mánuð og orðinn ansi ÞYKKUR! Já, árangurinn lætur sko ekki á sér standa enda teygar Hamarinn kreatín samviskusamlega kvölds og morgna.
Þessa daganna sef ég fyrir innan. Haukur var þar fyrstu mánuðina og nú er komið að mér. En það er farið að þrengja ískyggilega að mér úti í horni. Rekkjunauturinn breikkar og breikkar á meðan ég rýrist ef eitthvað er. Ástandið er orðið svo slæmt að ég fékk martröð um daginn. Martröðin var þannig að ég var fyrir innan og Haukur kom heim af fylleríi en ég var sofnaður. Svo leggst hann upp í og orðinn pínu graður greyið og reynir að fara á mig og ég get ekkert gert því Haukur er orðinn svo sterkur og þungur eftir allar lyftingarnar. Þetta var eitthvað sem ég óttaðist ekki áður því þá trúði ég því að ég gæti nú hent Hauknum af mér ef hann reyndi eitthvað. Ég vaknaði með andfælum áður en ég fékk að vita hvort Hauki hefði tekist að fara á mig eða ekki. Núna sef ég alltaf með annað augað opið.

Ég sá lóð í íþróttabúðinni úti á horni um daginn. Þetta eru svona heimalóð, full taska og hægt að þyngja og létta að vild. Næsta mál er að fá sér svoleiðis og vera alltaf að lyfta þeim þegar Haukur kemur heim. Til að hræða hann enn meira ætla ég alltaf að vera allsber á meðan en í uppháum hvítum eróbikk-skóm. Það ætti að kenna honum að reyna ekki að fara á mig í svefni!!!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

fjárfestu frekar í meisi og sofdu med thad undir koddanum svo spreyjaru bara eins og vindurinn ef drengurinn reynir adra uppáferd! svo drepur thetta einnig kreótíngaslyktina. Tharna ertu búinn ad slá 2 vandamál í einu höggi og ert snöggur ad thví.

16:10  
Blogger styrmir sagði...

Gott ráð Agla og takk fyrir. Var þetta það sem virkaði í denn??

16:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

meisid var ekki módins í denn! mér var ekki vidrekstrarbjargandi en gott ad geta hjálpad ödrum.

16:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hætti ekki fyrr en ég verð eins og Rocky. Þú mátt vera Adrian.

Aaaaaaaadriiiiaaaaan!!!

12:44  
Blogger Heklurnar sagði...

Asskti,þessi draumur er rosalegur. En ég styð ber í uppháum eróbikkskóa pælingunni. Það minnir mig svo á gömlu dagana þegar þú stóðs allsber með lokuð augun í herberginu þínu á Hávallagötu og enginn fann þig, í húðlitaða herberginu.

00:09  
Blogger Heklurnar sagði...

Að sjálfsögðu var þetta Marta sös

00:10  
Blogger Heklurnar sagði...

Jiii.. nei þetta er ekki eðlilegt hvað ég drep öll commentakerfi!
Marta sös

21:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það eru til lyf við þessu, mintutöflur´, seldar í Kolaportinu.
Bætir eflaust sambúð flestra.
Rína sös

12:31  

Skrifa ummæli

<< Home