miðvikudagur, maí 11, 2005

Víkurfréttir

Ég skrifaði um rakalykt um daginn. Hún hefur magnast rosalega síðustu vikur og ég skildi ekkert í þessu, vaknaði inni í Blómavali eða Eden kannski, alla morgna. Svo fattaði ég að ég bý við hliðina á Botaniske have eða grasagarði kaupmannahafnar. Merkilegt, ekki satt?

Dagarnir eru venjuegir og líða, ég er þreyttur á að bíða en aldrei koma jólin. Sit heima allann daginn að reyna að lesa fyrir próf sem er eftir tvær vikur en næ ekki að byrja. Það virðist svo einfalt að opna bók og lesa hana en ég get það ekki. Skrítið, vegna þess ég veit að ef ég byrja þá mun ég halda áfram og hafa sæmilega gaman af. Ótruleg innri barátta sem á sér stað á þessum bænum.

Upplifði skrítna tilfinningu um daginn. Lít upp og jafnvel dýrka fólk sem er jafngamalt eða jafnvel yngra en ég. Þetta eru einhverjir fyrirliðar fótboltaliða á Englandi sem ég hélt að væru miklu eldri en þeir eru. Það var eiginlega soldið óþægilegt.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kæri Víkari
Ég lenti í þessu líka á báða vegu,bar virðingu fyrir öllum gamlingjunum og so videre. En reynslan hefur kennt mér að þó svo að fólk afliti hár, drekki diet coke, hendi rusli út um bílgluggan eða býr úti á landi þá getur maður samt borið virðingu fyrir því og öfugt. En hefur þú horft framan í kind, migið í saltan sjó, seen a grown man naked, been in a turkish prison etc, reynslan kennir manni svo margt
Með velsæmd og virðingu

11:47  
Blogger styrmir sagði...

Vonandi geturðu hjálpað mér þegar þú kemur í næstu viku.

12:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki spurning, við eigum eftir að vinna í þessum hlutum. Ég er búinn að vera velta fyrir mér hvort maður eigi að skipuleggja þétta dagskrá eða fara einhvern milliveg en þegar maður hugsar út í það þá er bara helvíti og himnaríki, það er ekkert þar á milli.
obe

14:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvað þið tveir eruð
að pukrast, ég fer bara á barinn!
Rína

18:55  

Skrifa ummæli

<< Home