þriðjudagur, júní 21, 2005

My own private way to Reykjavík

Þá er þetta að verða búið. Á enn eftir að fá tvær einkunnir en er ansi öruggur með mig varðandi þær.

Bartholinsgade 11 verður kvödd með virtum á laugardagsmorgun. Enginn Haukur til að faðma á morgnanna, engar sokkakúlur (óhreinu sokkarnir hans Hauks)úti í horni, engar köngulær í hárinu mínu á morgnanna, enginn Medhi, HP eða Agla að væla um að fá að gista um helgar, engin paranoja um að Ulrik Plate sé að koma til að berja okkur. Aldrei aftur La Fiorita pizzur, king of kebab og enginn Abu Grahib hakkali sem á rauðan Guloises.
Kannski ætti ég bara að vera.

En við taka vinir og vandamenn, sveit, Grái, KB og allir hinir.

Sjáumst á laugardaginn.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Djeskoti verður fínt að fá kallinn!!

Hryssan

01:42  
Blogger Heklurnar sagði...

Elsku Stymmi minn. Ekki segja aldrei!

-stella

kaffibarinn er semi Abu Grahib...

11:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Farðu ekki að grenja.

Svo varstu bara sjálfur geðveikt þunnur í Feneyjum...

(...hlakka samt til að taka Gráa með þér þegar ég kem heim)

12:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað það er stutt í heimkomuna!
Ég og sambýlingur minn erum
rosalega spennt að hitta Sjupparann!
Molnar úr sokkunum hans Hauks
þegar þeir eru teknir í sundur eða festast þeir á veggnum?
Rína

14:37  
Blogger Heklurnar sagði...

Já kannski er bara betra að þið Haukur takið smá pásu, þá kannski þróast sambandið meira í haust! Ohh hlakka til að fá þig elsku vin og bróðir!
Marta

15:45  
Blogger Heklurnar sagði...

Svo er líka alltaf hægt að skreppa til Ohio nú eða Idaho!

16:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það eru nú ekki margir sem
sáu einmitt kvikmyndina
My Own Private Way to Ohio!!!
Rína

19:45  
Blogger Þóra sagði...

Ekki gleyma mjöðumunum í köben. Gott hafa þær á KB.

19:49  

Skrifa ummæli

<< Home