mánudagur, maí 16, 2005

Sólardagar í Sjöppen

Krakkarnir tóku sér hlé frá lærdómi til að sleikja sólina í Kongens Have í gær. Rosa fjör og allir í Frizzzbee. Myndir frá gærdeginum eru undir "fyrsta sett" hér til hliðar.

Haukur Agla og ég fengum okkur göngutúr í gærkvöldi sem átti að enda á einum öllara á einhverjum púbb. Þetta var um 23 leytið og við erum að ganga fáfarna götu bara í rólegheitunum. Það var orðið dimmt og frekar hráslagalegt um að litast. Við stoppum á einu horni til að virða fyrir okkur hús sem okkur þykir einkenilegt í laginu og erum að metast um hvert okkar veit mest um byggingarlist almennt. Þá, upp úr þurru byrjar almenningssími að hringja sem er beint fyrir framan okkur, svo nálægt að okkur bregður geðveikt við fyrstu hringingu. Við kjúklingarnir þurftum ekki meir og hlupum í burtu. En, þetta er gott grín sem ég mæli með að fólk taki upp, þ.e. að finna númerið í svona síma og hringja svo til að athuga viðbrögð fólks við því. Þeir sem gerðu þetta við okkur hafa eflaust hlegið mikið miðað við panikkið.

Æi, gleymdi því í smástund að það er bara einn almenningssími á Íslandi. Er ekki eitthvað bogið við það?

Áfram Selma!

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sætar myndir af ykkur krökkunum.
Ég sé samt ekki svipinn með
Hauki og Sveini heitnum!
Stórleikur á hvíta tjaldinu hér um árið!
Rína

19:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þið eruð aumingjar! Geðveikt spennó og þið hlaupið! díses kræst man

20:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hildur

21:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað ef ég segði ykkur að það er til önnur vídd og þið eruð öll orkuuppspretta vélanna,,,,
obe

11:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu vangefin Tjess, þú hlýtur að sjá að Haukur er nákvæmlega eins á svipinn og þegar Sveinn lék kaupapiltinn í Óðalinu og var að nudda Helgu heimasætu og fá hana til að slaka svolítið á.

11:31  
Blogger Þóra sagði...

hey thu verdur ad segja mer hvernig mar byr til sona album. rosalega er naes hja ykkur i koben.

11:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Okey, okey! Haukur og Sveinn heitinn eru pínu lookalike á þessari mynd..ég viðurkenni það.
Haukur kannski ögn sætari...en samt
Rína

11:43  
Blogger styrmir sagði...

fotki.com leiðir þig í gegnum ferlið Þóra mín. Annars leyfði ég Hauki nú bara að æfa sig í þessu hér hjá mér.

11:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

"drekktu kakóið þitt á meðan ég nudda þig, því ég er með
töframátt í fingrunum"

23:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Haukur,
það var te maður - aðeins að hugsa
...en þú nærð samt perraáherslunni vel.

10:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ahhh sjitt maður,
mér fannst kakó eitthvað svo týpiskt fyrir borgfirska erkiperverta.

12:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hei, ég veit um nokkra erkiperverta
sem búa í Borgarfirðinum!
Ekki halda Sveinn heitin hafi verið
sá eini.
Rína

19:10  

Skrifa ummæli

<< Home