fimmtudagur, júní 02, 2005

Gravediggah!

Er að gera verkefni þessa daganna. 40 síður eiga að liggja tilbúnar til mats eftir 10 daga. Ég held við höfum grafið okkar eigin gröf. Við fengum nefninlega að semja verkefnið sjálf en það varð að innihalda eitthvert vandamál hjá einhverju fyrirtæki. Við völdum að spyrja okkur sjálf að: "In which way does Apple, Inc. differentiate from competitors from a service point of view and how deos this contribute to Apple's economic goals".
Er ég hálfviti?

Fékk 10 um daginn. Það hafði ekki gerst síðan ég var 12 ára. En dönsk tía er ekki 100% heldur 90%. Það var samt næs.

Kem til Íslands eftir mánuð ca. Það fer eftir því hvort ég fari á Roskilde eða ekki. Veit að ég á ekki fyrir því en er að pæla í að slá Björgólf.

Í sumar verð ég að vinna hjá SH eða Icelandic Group. Þar mun ég lesta gáma undir vökulu auga fyrrverandi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar.

Jæja veriði blitz, ekkert hretz og massa stritz.

4 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

Klikkað að fá 10 á prófi, maður á ekkert að spá hvort þetta sé á dönskum kvarða eða ekki! Þú ert snillingur!
Marta
Oooog hlakka vangefið til að fá þig heim!

10:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íslensku tíuna!
Gangi ykkur vel að komast í gegnum
titilinn, hann var mér um megn.
hilsen,
Rína

00:10  
Blogger Helen sagði...

Helvítis kraftur er í Stimma litla - til lukku

18:28  
Blogger Heklurnar sagði...

Jæja Stymmi engin afsökun að standa í einhverjum verkefnaskilum. Bloggaðu strákur bloggaðu!
Marta

15:31  

Skrifa ummæli

<< Home