sunnudagur, september 17, 2006

Við Eva höfum ákveðið að flytja til Raufarhafnar

Ef fólk hefur áhuga á að kíkja á myndir úr hringferð okkar Evu þá er myndirnar að finna hér

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

komdu á mæspeis elskan mín! við stella viljum hafa þig þar! Stella er örugglega tilbúin að standa á bak við mín orð :) hildur

03:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar myndir, þið eruð eins og módel, fallega fólk!
Marta sys

15:20  
Blogger styrmir sagði...

Við Eva leigðum Spessa í 8 sólarhringa í sumar og létum hann sitja aftur í Hyunday-inum í ferðinni, hann fékk eigið tjald og þetta var svo bara útkoman. Hvað getur maður sagt.

15:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sjálf ferðaðist ég um Austfirðina í sumar og heillaðist af mörgum stöðum en Raufarhöfn var ekki einn þeirra. Nálægðin við Melrakkasléttu sem er kyngimögnuð er kannski það eina sem er jákvætt við R. En ég myndi heimsækja ykkur hvenær sem er ef þið flyttuð á Seyðisfjörð.
Myndirnar eru skemmtilegar og þið falleg en samt ekki eins falleg og Dettifoss - ef ég lendi einhvern tímann í alvöru ástarsorg ætla ég að fleygja mér í fossinn, það er svo rómantískt.

18:36  
Blogger styrmir sagði...

Ég er alveg sammála þér varðandi Seyðisfjörð, heillandi staður og Húsavík líka. Þetta með Raufarhöfn var nú bara grín. Við gistum þar en gátum ekki sofnað því við vorum ein á tjaldstæðinu, kannski vorum við bara ein í bænum, frekar spúkí bær.

22:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ekki einu sinni responsað mér! Marta þú líka! kveðja hildur

23:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegar myndir, glæsilegt fólk og glæsilegt land!
Kristín Tómas

14:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Seyðisfjörður er dásamlegur
staður á sumrin en heldur innilokaður á veturna fyrir mig,
samt er ég ekki haldin innilokunarkennd!
Styrmir og Eva, yndislegt fólk...
kveðja frá Túttu systur

16:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mhmmm sá hætti að blogga eftir að frúin kom út!!
Koma svo....
Marta

15:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Taktu þig nú saman í andlitinu og hleyptu okkur inní hið daglega líf í austurbænum. Við þörfnumst þess eins og Albert Einstein þarfnast dollu af Dax Mega Vax.

15:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég segi eins og sys, koma nú...
Rína

21:22  

Skrifa ummæli

<< Home