laugardagur, apríl 22, 2006

Sumarstarfsmaður í IKEA

Það var komið að enn einum Ikea-deginum í lífi mínu. Ég hef skrifað um Ikea áður og voru það sosum ekkert fallegir pistlar um þann stað. Ég held að þeir sem ekki voru sammála mér um það að Ikea væri helvíti finnist bara gaman að vera nýfarin að búa og loks ráða hvernig umhorfs er í kringum þá...

...allavega, fór í Ikea í gær og var búinn að kvíða því í u.þ.b. mánuð eða frá því áður en ég kom til Reykjavíkur í páskafrí. Ég vissi sosum að að þessum degi myndi koma en ekkert getur undirbúið mig undir það að takast á við þá píslargöngu sem hver Ikea ferð er.

Ég er nefninlega semi-kvíðasjúklingur sem hatar flugvelli og reyni iðulega að þjóra þar til kvíðann þrýtur, flugvallarfyllibytta, af ástæðu sem er læknisfræðileg.... ok, ok, svipað var búið að plaga mig gagnvart þessari Ikea ferð en það er enginn helvítis bar í Ikea, ekki einu sinni hérna!

Þetta myndi bara velta á dagsforminu, ef ég vaknaði rétt þann morguninn, fullur sjálfstrausts og af almennri gleði, myndi ég skella mér.

Sá dagur rann upp í gær.

Jæja, best að taka lestina frá skólanum að Nörreport. Þegar á Nörreport var komið áttaði ég mig á því að ég var við það að fara að pissa í buxurnar. Best að skella sér þá á McDonalds til að sinna kallinu...á efri hæðinni er klósettið, dyr með rauf fyrir mynt. Átti ég mynt? Neei, ég átti ekki mynt í rauf til að létta á mínum skauf. Niður að skipta seðli í myntir. Bólugrafinn McSveittur gat ekki opnað kassann nema ég myndi versla eitthvað. “Fáum þá einn ostborgara”, fékk mynt í afgang og stakk í rauf, var létt stund síðar og strunsaði í átt að 150S sem myndi fara með mig beinustu leið til helvítis, eða Gentofte eins og sumir kalla það. Á leiðinni fann ég fyrir svengd því ég hafði gleymt ostborgaranum inni á klóinu á Mc. Lítill drengur sem sat hinum megin við ganginn í strætó launaði brosi frá mér með horkúluskoti.

Ég hafði nú komið þangað áður, eitthvað senter með Elko, Jysk, toys r’us og Ikea og auðvitað McDonalds.

Ég byrjaði á að kíkja í “gallaðar vörur-Ikea” og fann rúm á afslætti, þetta byrjaði vel. Jæja, finna afreiðsludömu og spyrja hana hvað væri nú að rúminu. “Ekkert” sagði hún “þetta var pantað vitlaust” og sprengdi tyggjókúlu. Tek það. En hvernig má það vera að rúm sem á 10.000 systkini inni í alvöru Ikea sé “vitlaust pantað”, fokk itt, virðist heilt tek það. Næsta skref var því að finna sér vagn til að flytja flykkið. Hvar gat ég geymt það á meðan ég færi inn í alvöru Ikea? (búðirnar eru ekki tengdar saman). Fékk að geyma það hjá strákunum í “Hjemtransport”, liðlegir þessar elskur. Nú gat ég farið og keypt inn: sigti, hillu, hillu, hillu, hnífapör, pott, kertastjaka og eitthvað meira sem ég man ekki hvað var.

Til að gera langa sögu stutta að þá fór ég öfuga leið í Ikea og byrjaði niðri eins og allir Ikea-farandi, ísgefandi helgarforeldrar vita er rangt, já RANGT! Maður á að byrja uppi og vinna sig niður. Reddaðist að lokum, var búinn að vera þarna i 4 klst. án votts eða þurrs. Fann mér svo röð við kassa sem virtist styst, ég meina gerir maður það ekki? Kassinn bilaði og ég horfði á samferðafólk mitt sem valdi sér aðrar raðir valsa hamingjusamt út eftir 5 mínútur í röð. Ég var fastur, milli fólks, var með stóra hillu sem gerði það að verkum að ég gat ekki hreyft mig nema í eina átt, áfram. Eftir 20 mínútur leystist málið þegar kassinn samsíða var opnaður. Þegar komið var að mér sá ég skilti sem á stóð “kun Dankort”. Taka ekki við pen eða korti á þessum nýja kassa. Fór aftast í næstu röð.

Hálftíma seinna var ég staddur á matsölustað Ikea nær hungurmorða. Pantaði mér 10 kjötbollur og langaði til að kasta upp eftir að hafa tínt þær ofan í mig. Ég ákvað að fá mér ekkert að drekka með því það er svo dýrt. Ákvað að heldur myndi ég fylla á varnsbrúsann minn inni á klói eftir að hafa snætt. Á klósetthurðinni var skilti sem á stóð að verið væri að þrífa klóin og ég vinsamlega beðinn um að fara ekki inn á meðan, það tæki ekki nema 5 mínútur. Ég beið í 10 en þá gekk maður inn á klóið, ég fylgdi, ræstingarpersónan hafði gleymt skiltinu á hurðinni. Ég var í alvöru að drepast úr þorsta þegar ég sá að blöndunartækin í Ikea blanda heitu og köldu saman og það er skynjari undir krananum. Ekki fékk ég kalt vatn.

Dótið kom heim til mín 2 tímum síðar með bíl sem ég leigði í Ikea. Ég setti það saman og fékk mér bjór. Sveittur eftir samsetningar sá ég að allt sem ég hafði keypt var ljótt.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Elskulegi bróðir, þessi ferðalýsing
þín hljómar eins og lýsing þeirra
sem sendir voru til heljar í
hinum ýmsu goðafræðum.
Að lokum komst þú á leiðarenda en
hindranir talsverðar á vegi þínum!
Ég er viss um að þetta er allt hinar fínustu möbler og ferjumaðurinn hefur hleypt þér yfir Styx.
Rína

12:25  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er eiginlega ekki hægt annað en að grenja úr hlátri yfir þessu. Þetta hefði getað orðið góð stuttmynd.
Er sammála Rínu, þetta hljóta að vera fínnustu mubblur Styrmir minn. Svo keyptirðu líka kertastjaka, sko minn!

14:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Úfff haha... 'kun Dankort' og að skiltið hafi gleymst..djöfuls rugl haha... En rosalega eru þeir heiðvirðir í IKEA í DK.að flokka ragnt pantað rúm sem gallaða vöru. Til lukku með rúmið!
Marta-

15:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha falin myndavél.

21:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það að ofþorna í Ikea er ekkert öðruvísi en í óbyggðum og það gerist víst fyrr ef maður er á geðlyfjum. Mín tilgáta er sú að margt eigi eftir að breytast með manninn, maðurinn á eftir að þróa með sér stærri þvagblöðru og langlundar geð. Náttúruval á sér stað í Ikea.

14:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hef nú aldrei lesið jafn mikið væl í fullorðnum manni á ævi minni.
1. McBólan átti að fá puttann.
2. Krakkahelvítið hefði átt að fá horslummu til baka.
3. Alls ekki að fara aftast í röð þegar þú ert búinn að standa eina af þér. Rífa kjaft - fá afslátt !!!
4. Ef það stendur 5 mín. bið - þá bíður þú 5 mín. og 5 sek. og ferð svo og rífur kjaft og færð inneignarnótu.
Þú ert nú í útlöndum og það ætti nú ekki að skipta neinu máli þótt þú tapir þér yfir einhverja úlla, þekkir þig enginn aftur. lúvjú!!

15:03  
Blogger hs sagði...

það er nú hægt að kaupa sér öl þarna í kaffiteríunni í gentofte !

aðeins verið að færa í stílinn .. !!



hs

18:14  
Blogger styrmir sagði...

Ég frétti það reyndar eftir á.
Óþarfi samt að vera með svona stæla Hulda Sif!

19:26  
Blogger hs sagði...

hehe æ fyrirgefðu styrmir minn , ég skal ekki vera svona hörð. átt nú betra skilið eftir þessa martröð í ikea.

hs

12:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hvaða kommentaklám er þetta!!! aldrei séð svona.

12:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ohh elska þessar hryllingssögur úr ikea. Eitthvað sem allir dkbúar hafa sameiginlegt. ég hef fyrir þá reglu að fara aldrei í Ikea nema að vera viss um að það eigi eftir að loka innan 30 min. Reyndar var það einu sinni að er ég gekk í búðina þá lokaði á þeirri stundu. hef keypt öll mín húsgögn á svona spretthlaupum og kannski þess vegna sem að ég hef hlotið titilinn "arkitektaneminn með ljótustu húsgögnin." titill samt sem áður og er stolt.
stymmi, heilráð: fara í ikea 30 min fyrir lokun. instinct kaup!
hvernig er pannan?
hildur

13:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þess má geta að hildur notaði sama kauphlauptrix þegar hún fór með mér í ikea, rvk - nema búðin var ekki að loka og hún fór (sjálfviljug!!) með mér að versla í MITT bú.

06:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég er hetja!
Takk Eva.

hildur

00:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Minn bara bloggar út í eitt!
Marta

21:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara alltaf verið að blogga?
Hin óþreyjufulla systirin

19:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ÓGEÐSLEGA er styrmir annars skemmtilegur alltaf hreint! Komdu með fleiri hryllingsögur kellingin þín
hldur

19:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

geturðu ekki í minnsta talað um prump?

00:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

geturðu ekki í minnsta talað um prump?

00:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er sumarstarfsmaðurinn í Ikea í verkfalli eða er svona mikið að gera í skrifborðsstóladeildinni? hahaha fyndna genið leynir á sér.

11:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu puttabrotinn?
Marta

16:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannaki bara hættur...?
sös

20:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Looking for information and found it at this great site... accutane swollen liver articles about gambling debts Swimming pool voyeur debt consolidator Investing with dane installing laptop graphic cards http://www.personal-debt-consolidation-loans.info/pros-and-cons-of-debt-forgiveness-outline.html Xenical francais Florida insurance commishioner Merchant account pccheats com history french provincial furniture awning window operators and replacement Saab 900 v6 review ge profile dishwasher pdw9700jii Create own business card free debt free washington Financial planners financial planning Dodge dealer daytona beach laptop used verisign international order http://www.payday-advance-8.info/Advance_advance_cash_day_line_loan_pay_payday.html

15:40  

Skrifa ummæli

<< Home