miðvikudagur, júní 28, 2006

Heimkoma að heiman

Sit á rúminu mínu núna að hlusta á Smog og allt er klárt til heimferðar. Það eru 6 tímar í brottför og hlakka ég mikið til að hitta alla og sérstaklega systur mína sem mér skilst að gangi í skræpóttum kraftajötnabuxum þessa dagana sökum óléttu. Hlakka mikið til að hitta hina líka.

Það er alltaf frekar skrítið að fara héðan í lengri tíma og viss söknuður sem grípur um sig áður en ég fer en hverfur um leið og ég er kominn til Reykjavíkur. Fór því í göngutúr áðan og fékk mér Crunchy Hönsesalat og Firefly de-tox á meðan ég fylgdist með rónunum á Christianshavn spila Actionary (miðað við tilburðina og óskiljanlegt babl).

En þetta er gott og blessað. Ég mun gerast nespakki í sumar, mun vinna þar og búa (e-r strönd). Þar ætla ég að synda líka. Ég mun vera í ljósbláu Arena júníformi (skýla og gleraugu).

Þar hafið þið það.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið er nú gott að heyra frá þér elsku strákurinn okkar,hlökkum til að hitta þig í Arena dragtinni!
Mamman, Óli kaj, Maxie, sú ólétta og hin systirin-

23:19  
Blogger hs sagði...

þú átt nú asni gott að geta notað neslaugina daglega næstu vikur!

ég mæli með neongrænum g-steng fyrir þig , tækir þig eflaust vel út svona í sama stíl og flísarnar í nýju klefunum.

passaðu bara bossann í rennibrautinni, þar eru samskeytin ansi hvöss.

kveðja frá shawarmahverfi
huldasif

00:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sejitt hvað crunchy hönsesalat hljómar viðbjóðslega...

21:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er að ske heima?

13:50  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hey yo!

10:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hey yo!

ástarkveðjur!

hildur

10:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Enjoyed a lot! » »

20:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very cool design! Useful information. Go on! Cat urination buspirone zocor neurontin withdrawal 1993 isuzu rodeo transmission computer Hitec flight pack Horse racing decs Honda 919 luggage rack Land rover 2 Texas unfinished furniture

18:33  

Skrifa ummæli

<< Home