fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Kæra dagbók...

Á laugardaginn fer ég á tónleika í Parken. Dave, Martin og Andy koma í bæinn á morgun og ætlum við að reyna að ná einum bjór saman. Annars eru þeir rosalega uppteknir og eru að spila næstum því á hverju kvöldi svo ég býst við að það verði ekkert djamm á okkur strákunum en það verður gaman að rifja upp þegar við hittumst í París fyrir rúmum 4 árum.

Ég vona bara að ég geri mig ekki að fífli fyrir framan Dave en hann er líklega eini karlmaðurinn sem ég myndi glaður fara á ef byðist...eða, þið vitið.

Ég fer í ferðalag á sunnudaginn til Sauðárkróks eða Jægerpris að spila körfubolta. Eruð þið ekki fegin að vita það?? Af hverju ætti ykkur að finnast það áhugavert?

Hins vegar styttist óðum í heimsókn stúlku sem ég kann afar vel við.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jiii...það eru liðin 4 ár frá Depeche Mode og ginfish Parísarferðinni okkar. Biða ða heilsa strákunum, hef ekki hitt Dave síðan á Roskilde 2002 alltof langt síðan. Marta-

15:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt samt hvað það er alltaf eitthvað stíft á milli Dave og Martin, en það er nú bara einu sinni þannig. Þýðir ekkert að láta það stoppa sig í að fara í Parken. Nei nei.

En hev fönn og bið að heilsa strákunum.

16:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þarftu svo ekki að fara að segja
EB frá sambandi ykkar Dave og
staðfesta að það sé allt búið á
milli ykkar????
Casey systir

19:19  
Blogger styrmir sagði...

Jú einmitt, það verður sörpræsið í heimsókninni. Ætli það.

23:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Afhverju ertu ekki búinn að bjóða mér í heimsókn? Hvað gerir EB sem ég geri ekki?

Annars hitti ég Martin Gore á strikinu á leiðinni heim úr skólanum áðan og hann sagðist ekki vilja hitta þig nema þú kæmir í sama kjól og síðast og með varalit.

13:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frétti af Halim Al í Jægerpris um daginn, bið að heilsa honum.

14:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hringdi í Dave og sagði honum að það væri fuglaflensa í DK. Það er búið að aflýsa tónleikunum.

11:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæhæ frændi minn flott síða hlakka til að sjá þig næst bæbæ

ps.muna að kíkja á mína síðu bæjó

16:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Reach out duck face!

00:10  
Blogger styrmir sagði...

Hahaha!

18:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sumir hafa haldið því fram að ég hafi sungið þetta einu sinni svona...
-stella

20:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it » » »

15:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Looking for information and found it at this great site... »

20:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

...please where can I buy a unicorn?

04:26  

Skrifa ummæli

<< Home