Einn í bíó
Ég fór einn í bíó um daginn. Fannst það eitthvað trist. Hringdi í Hauk sem var búinn að vera veikur ásamt kærustunni sinni Öglu og sagði honum að ég væri nú bara að spá í að skella mér í bíó. “já, með hverjum?” “Engum”, svaraði ég. Þá hló hann og spurði hvort ég væri að grínast.
Ég var ekki að grínast og sagði honum það.
Það er eitthvað trist við að fara einn í bíó, fara einn út að borða. “Það eru allir að horfa á mig”, eins og sjómaðurinn í Fóstbræðrum hugsaði, sá sem ætlaði að fá sér að ríða maður!
En hvað er það við það að fara einn á stúfana sem gerir það óþægilegt? Er það ekki bara það að ef maður skyldi nú hitta einhvern, þá má sá hinn sami ekki halda um mann að maður eigi enga vini?
Við þetta tækifæri rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór einn í Háskólabíó. Ég var ca. 14 ára og langaði svo geðveikt að sjá stórmyndina “The Relic” með Tom Seizmore og Lindu Hunt í aðalhlutverkum. Gott ef það var ekki þriðjudagstilboð. Dóri komst ekki því Keli frændi og séra Hjalti voru í mat, Svenni var á spilatorgi í Mortal Kombat og mátti ekki alveg vera að þessu.
Ég hjólaði niður á Hagatorg á Murray fjallahjólinu mínu, í kóngabláum Jees-buxum og Shelleys-klossum. Ég var einn en fullur sjálfstrausts sem gerðist ekki oft á mínum unglingsárum. Myndin var stórkostleg eins og glöggir muna og ég alsæll að mynd lokinni. Allt hafði gengið vel og ég ekki hitt neinn. Á leiðinni út úr bíói, í dyrunum á Háskólabíói hitti ég náttúrulega Jóa Árna og Darra vin hans. Voru báðir árinu eldri og ég kannaðist við Jóa úr körfunni. “Hæ”, “sæll”. “Með hverjum ertu?”, “uuu engum, það komst enginn, það voru allir eitthvað uppteknir í kvöld, þetta var eini sénsinn fyrir mig að komast á myndina.”
Fór ekki einn í bíó fyrr en núna.
Ég var ekki að grínast og sagði honum það.
Það er eitthvað trist við að fara einn í bíó, fara einn út að borða. “Það eru allir að horfa á mig”, eins og sjómaðurinn í Fóstbræðrum hugsaði, sá sem ætlaði að fá sér að ríða maður!
En hvað er það við það að fara einn á stúfana sem gerir það óþægilegt? Er það ekki bara það að ef maður skyldi nú hitta einhvern, þá má sá hinn sami ekki halda um mann að maður eigi enga vini?
Við þetta tækifæri rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór einn í Háskólabíó. Ég var ca. 14 ára og langaði svo geðveikt að sjá stórmyndina “The Relic” með Tom Seizmore og Lindu Hunt í aðalhlutverkum. Gott ef það var ekki þriðjudagstilboð. Dóri komst ekki því Keli frændi og séra Hjalti voru í mat, Svenni var á spilatorgi í Mortal Kombat og mátti ekki alveg vera að þessu.
Ég hjólaði niður á Hagatorg á Murray fjallahjólinu mínu, í kóngabláum Jees-buxum og Shelleys-klossum. Ég var einn en fullur sjálfstrausts sem gerðist ekki oft á mínum unglingsárum. Myndin var stórkostleg eins og glöggir muna og ég alsæll að mynd lokinni. Allt hafði gengið vel og ég ekki hitt neinn. Á leiðinni út úr bíói, í dyrunum á Háskólabíói hitti ég náttúrulega Jóa Árna og Darra vin hans. Voru báðir árinu eldri og ég kannaðist við Jóa úr körfunni. “Hæ”, “sæll”. “Með hverjum ertu?”, “uuu engum, það komst enginn, það voru allir eitthvað uppteknir í kvöld, þetta var eini sénsinn fyrir mig að komast á myndina.”
Fór ekki einn í bíó fyrr en núna.
10 Comments:
Það er í rauninni fáránlegt að fara í bíó með einhverjum og ég held að það sé af rót hins illa að fara með öðrum en sjálfum sér. Ég hef aldrei hitt Soffíu og Halim saman í bíó.
haHA HAha!
Mér finnst mjög töff þegar fólk fer eitt í bíó. Bara steitment.
p.s. Hvað hefur Linda Hunt verið að gera síðan The Relic?
stella.
haha...vá hvað ég gæfi mikið fyrir að sjá þig núna skottast um á Murrayhjólinu í kóngabláum Jees og Shelleys klossunum þínum!haha...
En í rauninni er þægilegast að fara einn í bíó en af félagslegum ástæðum finnst manni það óþægilegt. Ég ætla að enda þetta komment mitt með orðum vinkonu minnar Marikay. "To go to the cinema is the perfect activity to do alone." Marta-
Linda Hunt lenti í svipuðu og svarti mnaðurinn í Miami Vice helsd ég..
Það er gott að fara í bíó einn Marta, takk fyrir stuðninginn. Mæli með Good Night and Good Luck.
Það er bara töff að fara einn í
bíó, eitthvað cool við það að þurfa
ekki að stóla á aðra þegar eitthvað freistandi er í biografen.
Ég man bara eftir Lindu Hunt í The
year of the Living Dangerously með
Mel Gibson, já,já kallið mig það
sem þið viljið...!
Rína
haha! Það hefur greinilega eitthvað setið eftir úr kvikmyndafræðinni Rína!
Ég myndi nú helst kalla þig Tjessó hálfvita og vísa þar með til hinnar bráðgóðu myndar Under Siege 2 þar sem Steven okkar Seagal vann leiksigur í hlutverki Chasey fucking Ryback - og þú svona nauðalík honum, Tjessí.
Mér finnst líka töff að fara einn í bíó og geri það oft - einhverra hluta vegna velur maður samt rólegri tímana, frekar fimm en níubíó - af hverju ætli það sé?
iii er það ekki bara af því það kostar bara 400 kall?
Fyrirgefðu Slími minn að ég skyldi hlæja í síman. Þetta voru bara ósjálfráð varnarviðbrögð, þar sem þú hafðir nefnt það örfáum dögum áður að við þyrftum sjá þessa mynd saman þegar ég væri orðinn frískur.
Hahahahahahahahaa
Skrifa ummæli
<< Home