mánudagur, október 16, 2006

Áframhaldandi upprifjun

Jæja, þá er það byrjað aftur.

Það var frekar skrítið að lenda hér í Köben að kvöldi 2. janúar, einn með 4 töskur. Já, nóg á maður af drasli sem maður telur bráðnauðsynlegt að taka með sér og voru handtöskurnar 3 plús líkkistan sem ma og pa gáfu mér í haust (1000 lítrar). Ég gekk út af Kastrup, hættur við að taka lestina, og skimaði um eftir taxa. En auðvitað var enginn þar og þá. Ég gekk aðeins áfram ýtandi á undan mér stórri kerru þegar leigubíll keyrir upp að mér og opnar rúðuna hjá sitjandi farþega í framsæti bílsins. "Vantar þig bíl" gólar bílstjórinn yfir farþegann. Ég játti því og bjóst við að hann myndi kalla upp e-n frænda sinn. "Stökktu upp í", haa... nei nei ég er með svo mikinn farangur maður, þetta reddast, ég bíð bara eftir næsta, svaraði ég. Nennti ekki að fara að standa í því að deila bíl með e-m öðrum en hugsaði með mér að ég gæti nú grætt á þessu! Bílstjórinn vildi ólmur fá mig með, hvað græðir hann sosum á því, hugsaði ég með mér en vildi nú ekki fara að þræta um þetta við hann (hef ekki góða reynslu af því að þræta við Tyrki í Köben). Jæja, ég sló til eftir að hafa spurt aumingjalega norðmanninn sem sat í framsætinu hvort honum væri sama, hann muldraði e-ð og brosti aumingjalega brosinu sínu og ég tók því sem já-i. “I make monní, you make monní, evríbodí makes monní!” var það fyrsta sem leigubílstjórinn sagði, svona til að brjóta ísinn. Ég sat aftur í og norðmaðurinn hríðskalf í framsætinu og hélt að það væri verið að svindla á sér (alltaf að spyrja hvort ekki hefði verið betra að fara til hægri hér, vinstri þar). Svo átti að skila Norsaranum af sér en þá var ekki heimild á kortinu hans, vei! Hann krullaðist allur upp greyið og Tyrkinn var ekki par sáttur við þessa tilburði Norsarans og sendi hann inn í húsið sitt til að ná í peninga (Norsarinn fór þótt hann hafi vitað að hann ætti ekkert þar frekar en í veskinu sínu). Á meðan hann var inni að leita urðum við Tyrkinn ágætis félagar og gerðum grín að aumingjalega Norsaranum og töluðum um mikilvægi þess að ganga um með “cash” á sér. “I meik you deal!”, nú hvað þá? “You sit in front and I take you home for 150 DKR, very good price”, jæja já hugsaði ég með mér, það er nú ekki svo slæmt, ca 200 kall venjulega. “And I take responsebil if cop is stopping us”, OK I´m in for that, svaraði ég. Svo kom Norsarinn til baka peningalaus og allslaus og við fórum í ATM á næsta horni og hann sendur út með VISA kortið sitt og hvað haldið þið...bankinn gleypti kortið hans! Allann tímann sit ég í taxa, hefði fyrir löngu getað verið kominn heim. Nú voru góð ráð dýr og Tyrkinn skynjaði grátstafina í kverkum aumingja Norsarans og útbjó rosalegasta gíróseðil sem ég hef séð á e-ð blað sem hann fann á gólfinu í bílnum.

Norsaranum hent heim og þá átti ég að koma fram í, en ekki fyrr en Norsarinn væri kominn inn til sín. Ég steig út og ætlaði fram í , opnaði hurðina og sé að Tyrkinn er að koma sætinu í öftustu stöðu og halla því geðveikt aftur. Kannski er þetta e-r massa pervert sem ætlar að óla mig niður í framsætið hjá sér og hringir svo í alla tyrknesku vini sína og haldinn verður tyrknesk svallveisla í í boði mín. Ég bægði þessu frá og bað um útskýringar á þessu öllu. “Yes, you sit down and in front”, ok sagði ég og lagðist. “No no no, with your ass in front!” Ye ok, svaraði ég og settist fremst á sætið uppréttur. “No no no, put your ass in front and lie down!” Hvar er ég staddur? Í donskum leigubíl eða tyrkneskri klámmynd? Svo skildi ég hvað hann átti við og lá í sætinu á þess að stija í miðju þess en þar er nefninlega skynjari sem nemur farþega og skráir það í tölvu í taxanum. Hann vantaði þetta svart og mig vantaði þetta ódýrt. Svo komst ég að því að hann ætti ekki bílinn heldur var að keyra hann fyrir vin sinn sem hann var samt að snuða! “I need black monní, for cigarettes you know” ég sagðist skilja hann fullkomlega. “You want one?”, thanks. Svo sátum við (hann sat, ég lá), ég og Tyrkinn, í smók, alsælir með fyrirkomulagið. Hann keyrði mig upp að dyrum og bar töskurnar mínar þangað líka. 150 kall og handaband og málið var dautt. Besti díll sem ég hef gert.

3 Comments:

Blogger Heklurnar sagði...

Ó mæ god!

En ógeðslega fyndin sitjúasjón!
Ég hefði sennilega verið eins og Norsarinn þarna, ekki getað dílað við karlinn vegna hræðsluskálfta...
-stella

01:41  
Blogger styrmir sagði...

Til hamingju með nýju íbúðina Stella!

11:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta er með einlægustu sögu sem ég hef lesið. Algjörlega skynjaði hræðsluna og geðshræringuna í að skilja ekki í hvaða aðstðæum aðalsöguhetjan væri. Ekki það að ég hafi verið aðalsöguhetjan í tyrkneskum lánsleigubíl! En nú skulum hætta nostalgíunni og heyra um nýjustu ævintýrin, ekki satt?

01:23  

Skrifa ummæli

<< Home