Létt-greiðsla
Ég var einhversstaðar á milli Villa borgarstjóra, Donalds Trumps og Golla gulltyppis. Það er ekki gott að vera á milli þeirra.
Því fór ég á stúfana í leit að hárgreiðslustofu. Hana myndi ég finna hratt og örugglega sem ég og gerði. Dizzy & Lizzy á Strandboulevarden var sú fyrsta sem ég sá. Ég fór inn samdi um prís og pantaði tíma. Ég var bókaður klukkustund síðar en fór að efast um þetta val um leið og ég gekk þaðan út. Á leið minni á pósthúsið sá ég fjölmargar hárstofur, sumar báru skrítin nöfn eins og “Directors Cut”.
Klukkan sló “hárgreiðslutíma” og þetta lagðist allt saman bara nokkuð vel í mig. Ég hef sosum aldrei verið einn af “Jómbum” eða “Simbum” þegar það kemur að trendsetti í hártísku en mig langaði samt í almennilega klippingu!
Um leið og ég gekk inn áttaði ég mig á því að ég hafði gert mistök. Þetta var eins og að koma inn á hárgreiðslustofuna á Raufarhöfn sem er að reyna að vera trendí (svona eins og hárgreiðslustofur gera) en allt var bara svo rangt. Ég settist niður og las í blaði er gömul kona kom inn en það fór ekki framhjá neinum því það spilaðist lag þegar einhver gekk inn. Ég var semsagt á svona týpískri gömlukonulagningarstofu. Konan sem tók á móti mér var stór með koparlitaðar strípur undir krem-gylltu ofan-á kollunni. Ég fékk hárþvott þar sem maður leggur hálsinn í þar til gert stæði en barmastóra konan lagði mig bara á milli brjóstana á sér sem ég hélt að væri hárþvottshálsstæðið (áttaði mig á þessu er ég stóð aftur upp).
Ég hafði mikið pælt í því hvernig ég ætti að útskýra hvernig klippingu ég vildi en guggnaði á fyrirfram samdri ræðunni er í stólinn var komið og bað um “almindelig herreklip, tak”. Það eina sem hún mátti ekki gera var að klippa hárbartana vegna þess að skeggið mitt tengist ekki hárinu öðruvísi.
Ég held ég hafi fengið almennilega herraklippingu, ég lít að minnsta kosti út eins og forsöngvarinn í Vínardrengjakórnum (ég yngist svooo við að láta klippa stutt). Hún klippti af hárbartana svo ég neyðist til að raka af mér skeggið og yngjast enn frekar. Konan leysti mig út með þeim fróðleiksmola að ég yrði líklega ekki sköllóttur nema þá helst í hliðunum. Ég verð semsagt eins og móhíkani eftir 20 ár.
6 Comments:
Hlakka til að sjá þig með kolluna um jólin
hahaha ...oh! hlakka til að koma heim og sjá kórdrenginn. Vona að þetta sé ekki vandræðalegt og ég álitin sifjaspillir þegar við erum á almannafæri.
Minnir mig á sýn frá því í árdaga! Bárugata, kórdrengurinn mað vel greitt til hliðar með flensu,í hnausþykkum náttfötum undir þéttum sloppi og flagaraklútur um hálsinn!
Það er ekkert svo langt síðan
kæri bróðir!
Eva, þetta er pæling!
Rína
Þó ekki síðasti móhíkaninn! Já ég vona að þú verðir kominn með GollaGulltyppis/VillaBorgarstjóra kollu þegar ég sé þig um jólin!
Marta
Ég ætla að fá mér létt-greiðslu fyrir jólin!
Ég skora bara á alla til að gera slíkt hið sama. Bæði þægilegt og svo verður það ekki eins vandræðalegt fyrir Stymma að koma heim..
Kemur e-r með mér á Klapparstíginn eftir jólaprófin?
Já ég er til, dreg Magga líka og mömmu og pabbba, léttgreiðslujól!
Skrifa ummæli
<< Home