fimmtudagur, september 14, 2006

Færdig paa mandag min ven

Það er ágætt að vera kominn aftur þó mér leiðist að hafa ekki tækifæri til að sjá systurson minn berum augum.

Ég kom út fyrir tæpum tveimur vikum og allt var í góðum málum, meira að segja var hjólið mitt ennþá fyrir utan kollegíið en því átti ég ekki von á. Það hafði semagt staðið fyrir utan í allt sumar án þess að vera hreyft. Þegar ég koma að því lá það reyndar á hliðinni svo að ég reisti það við og ætlaði svo að láta gera við afturdekkið daginn eftir. Daginn eftir var búið að stela hjólinu mínu.

Var því farið á stúfana. Ég fann hjól norðarlega á Nörrebro á verkstæði en ekki í búð. Minn maður hjá Halal Konya Cykler lofaði að gera við hjólið og ég gæti komið á mánudegi en þetta var á föstudegi. Ég kom á mánudegi um kl. 16 og hvað haldið þið, hjólið ekki aallveg tilbúið (lá í sömu hrúgu og á föstudeginum) en minn maður var blíður til augnanna og afsakaði sig mikið og gaf mér meira að segja ástæður. Ég skildi snúa aftur eftir tvo sólarhringa því þá yrði það tilbúið.

Mætti, prófaði og keypti 20 ára gamlan, koparlitann, þriggja gíra Raleigh. Enskur eðalfákur með fram- og afturbrettum, bögg-la-bera og keðjukassa svo keðja tæti ekki skálm á mínum fæti.

Lífið er því fullkomið og getur bara fullkomnast enn frekar sem það mun gera eftir 11 daga.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er allt svo skemmtilega ligeglad í dk, jafnvel þegar einhverju er stolið. Ég átti húðlitað Raleigh á mínum sokkabandsárum, það var 10 gíra þannig að þetta er ekki mitt gamla. Ég barðist á því gegnum foráttuveður með handakul og gegndrepa, það er vonlaust að hjóla á Íslandi.
OBE

10:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Her ertu svo sæll og glaður

12:51  
Blogger styrmir sagði...

Jæja segðu. Þú ert kominn með link hér til hliðar little loverboy.

13:44  

Skrifa ummæli

<< Home