miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Í lukkupottinn

Síðastliðinn laugardag duttum við Eva aldeilis í lukkupottinn.

Indriði ákvað að prufukeyra jólamatinn sem hann ætlar að elda ofan í fjölskylduna sína á okkur Evu. Seinna komu Haukur og Sunna með franska súkkulaðiköku.

Það var helvítis álag á eldhúsinu við að elda önd, kalkún, búa til soð, hita kaffi o.s.frv.
Því sló út örygginu hjá okkur. Taflan er af gamla skólanum og þar af leiðandi ekki flipi til að ýta upp en svo langt nær kunnátta mín varðandi rafmagn. Indriði kunni trix og reif álpappír úr sígarettupakkanum sínum tróð í öryggisstæðið og það varð ljós.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekki frá því að Indriði líkist doldið frelsaranum þarna á
myndinni! Er það síða skeggið eða
faðmurinn?...VERÐI LJÓS!
Vatnið seytlar um bragðlaukana....
Rína

15:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú verð ég að fá að vita hvernig maturinn bragðaðist. Og hvar þið geymið auk-öryggin!

19:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott klipping...

Öli

19:04  
Blogger Valtyr sagði...

Það eiga að vera auka öryggi þarna einhvers staðar. Annars sniðug lausn hjá honum Indriða :)

22:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Væri ekki skynsamlegt að fá viðurkennda aðila með sýn réttindi til að ganga frá rafmagninu smkv reglugerðum í stað þess að einhver klæðskeri sníði stórhættulegt skítamix?
OBE

22:32  
Blogger styrmir sagði...

Það eru allavega til aukaöryggi núna, álpappírinn var bara til bráðabirgða.

10:43  
Blogger Heklurnar sagði...

Hohohoho

-stella

21:01  

Skrifa ummæli

<< Home