fimmtudagur, september 08, 2005

Áfram Rasmus Nielsen klapp, klapp, klapp, klapp, klapp!

Maður bara kominn út aftur, fyrir viku reyndar.

Er í augnablikinu á fullu að reyna að redda mér herbergi einhversstaðar og er að skrá mig inn á kollegí borgarinnar. Fékk nefninlega ekki íbúðina sem ég átti að fá.

Lítill fugl hvíslaði því að mér að það væri gott trix að fara á kollegíin og grenja í skrifstofuliðinu og segja þeim snöktandi að maður væri á götunni. Ég er nú meiri karlmaður en svo að ég geti farið að grenja eftir pöntunum en ég fór þó á stúfana og ætlaði að vera aumur í fasi og kannski fá einhver vorkunnarprik hjá þessu liði sem samþykkir fólk inn á kollegíin.

Dagurinn byrjaði á fyrirlestri í skólanum sem var fínn. Fór svo með Solo á The international office í skólanum og sögðumst við vilja fara til S-Afríku hvað sem það kostaði. E-ð Jónu Hansen look a like var himinlifandi yfir þessu því hún hafði dvalist í Mósambík í e-r ár og ætlar að gera allt til þess að senda þessa góðu vini þar sem annar er svartur og hinn hvítur til lands aðskilnaðarstefnunnar!!

Fór svo á Folkeregistrerið til að skipta um adressu - tímabundið. Það gekk ágætlega. Svo stússaði ég enn meira, póstinn og svona. Í gær var líklega 30 stiga hiti, sól og massaraki. Slíkum skilyrðum er maður nú ekki vanur og svitnaði því eins og lítið ljón, í síðbuxum.

Rasmus Nielsen hét kollegíið sem ég ætlaði að heimsækja þennan daginn. Skrifstofan er opin milli 15.30 og 16.30 á Onsdögum eingöngu. Bullsveittur eftir allt stússið fyrr um daginn kom ég heim og klukkan orðin 16.00 sem þýddi; ó sjitt ég þarf í sturtu og hunskast út á Rasmus Nielsen kollegiet. Korteri síðar var strákurinn orðinn fínn og búinn að æfa eina ræðu sem átti að framkalla meðaumkun, samkennd og vorkun (sem þýðir allt það sama). Þuldi ræðuna á dönsku fyrir munni mér á leiðinni á Rasmus fokking Nielsens kollegiet.

Þegar þangað var komið var allt harðlæst eins og vera ber á alvöru kollegíum. Ég renndi því yfir listann við hliðina á dyabjöllunni og fann eitt númer, 551, sem við stóð ***kontor. Gat ekki verið nein önnur bjalla því ég notaði útilokunaraðferðina og hananú!! Ég leit á spegilmynd sjálfs míns í glerinu á útidyrahurðinni á Rasmus Nielsens kollgíinu til að athuga hvort ekki væri allt enn stífgreitt til hliðar. Það stóð heima.

551-enter. Svo beið og leið. Þá var svarað. Karlfauskur sem vildi ekki ná því að ég þyrfti aðeins að tala við hann um herbergi og svona. 2 mínútna samtal áttum við í gegnum dyrasíma á dönsku, sem er mitt annað móðurmál, je ræt!! Svo skellti hann bara á eftir að við höfðum talað saman og misskilið hvorn annan í 2 mín.

Stymminn lét nú ekki bjóða sér slíkann dónaskap enda búinn að hafa sig til og semja ræðu. Hringdi því aftur og sagði:”Blessaður! Þetta er ég aftur. Hann spurði mig hvort ég skildi ekki neitt. Ég spurði hann hvort mammans hefði misst hann með legvatninu og svo skellti hann aftur á mig og sagði að ég mætti bara eiga mig.

Gekk ég því í burtu vonsvikinn og sár, með skottið á milli lappana en greitt til hliðar!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Aaaahhahahaha djöfulsins lost in translation. Hvernig spyr maður á dönsku hvort mamma e-s hafi misst hann í gólfið..
-glæpsi litli

23:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, lost in discussion og
translation, vonandi gengur betur
að finna íverustað en hjá þessum
danska málvísindafræðingi!
Rína

02:02  

Skrifa ummæli

<< Home