miðvikudagur, júní 28, 2006

Heimkoma að heiman

Sit á rúminu mínu núna að hlusta á Smog og allt er klárt til heimferðar. Það eru 6 tímar í brottför og hlakka ég mikið til að hitta alla og sérstaklega systur mína sem mér skilst að gangi í skræpóttum kraftajötnabuxum þessa dagana sökum óléttu. Hlakka mikið til að hitta hina líka.

Það er alltaf frekar skrítið að fara héðan í lengri tíma og viss söknuður sem grípur um sig áður en ég fer en hverfur um leið og ég er kominn til Reykjavíkur. Fór því í göngutúr áðan og fékk mér Crunchy Hönsesalat og Firefly de-tox á meðan ég fylgdist með rónunum á Christianshavn spila Actionary (miðað við tilburðina og óskiljanlegt babl).

En þetta er gott og blessað. Ég mun gerast nespakki í sumar, mun vinna þar og búa (e-r strönd). Þar ætla ég að synda líka. Ég mun vera í ljósbláu Arena júníformi (skýla og gleraugu).

Þar hafið þið það.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Lyf-andi

Ekki dauður, bara að gera eitthvað annað.

Nú er ég staddur í verslun Indriða á Fiolstræde með mjög stóra svitabletti undir báðum höndum. Ég klára skólann í næstu viku og verð eitthvað að vinna hér þar til ég sný til baka í byrjun júlí.

Ég verð flokkstjóri í unglingavinnunni í sumar í góðum hópi með Mörtu sys og Stellu glæpon, ekki lélegt þríeyki þar.

Jæja, best að halda áfram að svitna.