föstudagur, desember 09, 2005

Piparsveinn í og eftir 1og 1/2 ár

Þá eru prófin búin. Líður vel með annað en ekki eins vel með hitt. Nú tekur við bjórdrykkja og partý. Á morgun verður farið í klippingu og verslaðar vera einhverjar jólagjafir. Á sunnudaginn ætla ég að pakka og fara í sleik við Helene og óska henni gleðilegra jóla. Svo kem ég bara heim á mánudaginn. Sjáumst þá.

mánudagur, desember 05, 2005

Ég kemst í hátíðarskap

Ég fór út á lífið með Söru á föstudaginn. Það átti nú ekki að verða neitt rosalegt kvöld en það verður að segjast að maður hefur nú ekki gríðarlega sjálfsstjórn þegar tappinn er úr flöskunni. Hápunktur kvöldins var án efa rauð pulsa og Jolly Cola á Raadhuspladsen. Lágpunktur kvöldsins var að koma Söru heim til sín en það var gert eftir óvenjulegum leiðum sem fela í sér brosandi Afríkumenn, dökkar rúður og að kíkja eftir löggunni.

Á laugardaginn var allt í ólestri, bæði bækurnar og höfuðið mitt. Þúrfti ég því að beila á innflutningspartýi sökum samviskubits.

Annar sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur hér á Abel Cathrines gade rétt eins og sá fyrsti. Strákarnir á Konya kebab hefðu örugglega verið í hátíðarskapi ef þeir héldu jólin hátíðleg. Ég hef komist að því að galdurinn við að hámarka "ring of fire" daginn eftir er að leyfa þeim að setja chillíið á án þess að maður horfi á hversu mikið þeir setja. Ég tók schawarmann með mér heim, kveikti á kerti, át og svitnaði í korter. Lauk kvöldinu á að misnota sjálfan mig, hátíðlegt að búa einn! Ætla ekki að gera það lengi, það er nefninlega stelpa sem að býr örugglega í nágreninu(er a.m.k. alltaf að tjilla úti á horni) sem er alltaf að blikka mig eitthvað.

Konya Kebab á Istedgade er sá besti í Kbh. King of Kebab og Mujaffas komast ekki í hálfkvisti við Konya. Ég held meira að segja að þeir slái út Amager Kebaben.

Í dag er dimmt og dumbungur yfir, bæði mér og kbh. en svo koma jólin....

Ég kem til Íslands eftir viku og verð mjög lengi.