þriðjudagur, mars 28, 2006

Er ég samkynhneigður dani?

Hann heitir Andreas og er kærastinn hennar Miriam sem er með mér í hópi. Hann er samt samkynhneigður eða óskar sér að minnsta kosti að hann væri það. Ég berst við að falla ekki í gryfju gjaldþrotagreiðslna, gulrótarbuxna og támjórra totuskóa. Spila fótboltaspil, drekka bjór og reykja prince lights, vita allt um fótbolta og finnast gott umræðuefni, í hópi sem ég þekki lítið, stelpan sem ég fór á um síðustu helgi.

Kannski er það ástæðan fyrir því að ég á enga vini að minnsta kosti ekki danska vini.

Það er auðvelt að gleyma sér. Hver kannast ekki við það að kaupa sér tískuflík í útlöndum sem er æði þar og hentar stemmningunni en þegar heim er komið áttar maður sig á að mann hefur gripið æði í útlandinu. Gleymt sér meðal kúl fólksins sem er þegar uppi er staðið fávitar.
Ég keypti mér einu sinni geðveikt ljótar mokkasínur á Mæjorka og hélt í alvörunni að ég myndi nota þær á barnum í Rvk. Julio á ekki heima á Kaffibarnum. Sumir ganga enn lengra og fá sér tattú í flippinu (hér á enginn samt að móðgast), kannski á reilinu, flestir sjá eftir því held ég. Sem betur fer var ég of mikil kveif til að gera slíkt, fékk mér bara gervitattú í Amsterdam. Sem betur fer já, annars væri ég í dag með gaddavír um hægri upphandlegg og dreka á vinstra brjósti. En allt er þetta hluti af því ”að Finna sig”. ”Að Finna sig” tímabilið er yfirleitt tíminn eftir að menntaskóla lýkur eða um það bil. Hjá sumum er það fyrr en hjá öðrum seinna, sumir ráfa reyndar týndir mun lengur. Þessum tíma má þó ekki rugla saman við tískusveiflur; mussan, vaxjakkinn, Jees-buxurnar, Shelley’s- og Dr. Martins-skór eða hvað það var. Það trend var þó allavega trend í Rvk. og ekkert til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í.

Maður þarf að passa sig í útlöndum og geng ég því bara í bláum Levi’s og svörtum síðermabol eða hvítum stutterma. Ég meina, hvað mynduð þið gera ef ég mætti til Rvk í páskafríið með gjaldþrotagreiðslu í gulrótarbuxum, támjóum í V-hálsmálspeysu ber að ofan innan undir með Louis Vuitton men’s bag um öxlina? Líklega ekkert, þið mynduð ekki þekkja mig. Í fyrra mátaði ég meira að segja gulrótarbuxur, fannst ég klikk-töff. Alveg eins og strákarnir í Franz Ferdinand. Já, mér fannst það góð hugmynd að vera eins og strákarnir í FF. Þetta er erfitt. Ég gæti svo auðveldlega geta orðið slíkur að mig hryllir við tilhugsuninni. Missa eigin smekk, missa stíl, missa kúlið og að lokum missa saur.


Ég féll um daginn. Fékk mér hermanna-der að dönskum sið. Fannst ég bara nokkuð kúl enda derhúfur ávallt klætt mig sértsaklega vel. Nú er ég farinn að efast. Húfan er fín en ég er aðeins of seinn til að geta verið kúl. Hún er bara kúl á þeim sem eru búnir að ganga með slíka í nokkur ár. Annars reyni ég að halda sönsum með því að hanga inni hjá mér og hitta fáa og þá bara nauðsynlega.

Það er fátt asnalegra en fólk sem sem kemur til baka og þykist vera orðið eitthvað. Það er betra að koma til baka og vera eitthvað. Með stuðningi góðra vina hér og heima vona ég að ég nái því frekar.

19 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Snyrtipinnarnir í CBS eru þó lausir við illa líkamslykt andstætt kynbræðrum þeirra hérna í IT tölvuverinu í DTU. Eftir einn dag hérna uppfrá held ég að þú myndir af tvennu illu velja náveru young-trend-male-louis-vuitton strákana í CBS yfir náveru nályktandi IT DTU drengjana.

15:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

1997 snákatattú í Brighton. Ég held að ég hafi gleymt að hugsa. En ef mig minnir rétt að þá flaug setning eins og " það er bara kúl að vera gömul kona með tattú"! Einmitt.

11:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara að skella sér á gulrótarbuxurnar og bítlaskóna! Dressa sig upp heima og njóta spegilmyndarinnar í smá tíma og fara svo úr...
Þetta verður hvorteðer orðið búið bráðlega.

14:18  
Blogger Heklurnar sagði...

Taktu bara allan pakkann tattú, bítlaskór,gulrótar og rakað upp í öðru megin, sjáum hvernig það kemur út!

16:31  
Blogger Heklurnar sagði...

marta

16:31  
Blogger Eva Bjarnadóttir sagði...

Mitt mottó er: Lifa í núinu, ganga alla leið og opna aldrei myndaalbúm án þess að fá aulahroll!

16:51  
Blogger hs sagði...

ef þú ætlar í gulrótarbuxurnar skaltu ekki gleyma að hafa þær eins þröngar og þú getur og hafa þær undir rasskinnum helst. svo við sjáum nu í hvernig narium þú ert. ( hrrrolllurrrr )

louis-vuitton mundi ég sleppa alveg. ekki einu sinni hægt að gera grín að þeim töskum þær eru svo slæmar.

hs

18:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki allt komið í hring? Ert þú kannski ekki bara of meðvitaður og spéhræddur sjálfur? Blessaður slepptu fram af þér beislinu og gerðu það sem þig langar, sama hvað aðrir hugsa, sama hvað gaurar eins og þú hugsa.
Þig dauðlangar í gulrótarbuxur!

18:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kæri bróðir, mundu bara að draga
andann áður en þú girðir upp um
þig níðþröngum gulrótarbuxunum og
segðu um leið, ég er frábær og gefðu sjálfum þér pottþéttamerki!!
Ryback systir
("nobody beats you in fashion")

22:00  
Blogger styrmir sagði...

Það er aldeilis, reyna að ginna mann út í vitleysuna. Þið eruð sannir vinir!

18:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

viltu hringja í mig, eftir að síminn fór í þvottavélina er ég ekki lengur með íslenska númerið þitt. gaman að hafa þig á landinu!
hildur

14:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

sko styrmir, það er allt í lagi að elta tískustrauma svo lengi sem þeir eru ríkjandi í samfélaginu á þeim tíma.
Verra er að reyna að búa til sinn eigin stíl þegar maður hefur hvorki aldur né þroska til, sbr í kringum fermingu.
Sjálf er ég sködduð til æviloka eftir að hafa reynt að líkjast Sinned O´Connor á fermingaraldri og bætt gráu ofan á svart með hnullungsþykkum hring í nefinu.

Pointið mitt er, leyfum óhörnuðum að elta tískuna. Annars vilja reyna þeir að vera frumlegir.

Hilsningar
Þóra og Katla

01:43  
Blogger styrmir sagði...

Þetta með hringinn Þóra er eitthvað sem ég myndi íhuga að taka upp aftur ef ég væri þú.

Og velkomin á "Ekki gleyma mjöðmunum heima..." Katla litla.

13:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

elsku besti. hvernig er í kbh núna. Þarft engar áhyggjur að hafa...um daginn var lýsti karlmaður þér fyrir mér sem miklum karlmanni!
hafðu það gott í sólarblíðunni.
hildur

12:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska vinur minn, ofboðslega þykir mér leiðinlegt að við sáumst bara ekki neitt. Jú aðeins í gegnum rúðuna hjá Indriða. Tókst þig hryllilega vel út, ég myndi aldrei halda að þú værir samkynhneigður Dani...

15:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very nice site!
toriumi photo rhinoplasty Paxil cr pulle off market Payday loans canadian paxil in pregnancy http://www.payday-advance-8.info/Cheap_payday_loans_online.html Bradenton dental implants milwaukie oregon rental cars Diazepam work Oklahoma city celebrex attorney q Ssri paxil Effects paroxetine paxil seroxat side didrex overnight Jeep repair questions guide Xanax overnight without prescription paxil sex Effects paxil side taking http://www.buyvalium4.info/menieres-valium.html Ball diamond pendant

06:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Enjoyed a lot! » » »

00:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Enjoyed a lot! »

04:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Fix dishwasher air gap gmc canada Acuvue study doc 1997 dance hits Dont think surveillance cameras are right for school Sandra bulk email hotmail com yahoo Oxycontin injecting Girly makeup games Fedinition fo audio video conferencing Winter olympic games revenue

21:06  

Skrifa ummæli

<< Home