miðvikudagur, september 21, 2005

Viltu koma í partý

Fyrsti dagurinn byrjaði ágætlega. Það er eitthvað við þessa götu samt. Á stigaganginum er hægt að rífa miða af blaði með símanúmeri á, ekki ásvipað og þegar barnapía hefur hengt upp auglýsingu á Videospólunni, nema þetta var númer sem átti að hringja í ef dópistar væru að bögga mann eða að sitja á tröppunum manns. Eða eins og það var orðað í auglýsingunni “For vi har masse junkereproblem i vores gade...”

Mér voru tvisvar boðinn eiturlyf í gær, í götunni minni. Þegar ég var að reyna að sofna í gærkvöldi þá heyrði ég fyrir utan gluggann minn menn vera að rífast á ensku; “500 is too much man!”

Ég er að æfa körfubolta með strák sem bjó á Vesterbro í nokkur ár og kunni því vel. Ég spurði hann hvort hann þekkti Abel Catrines Gade, Jaaá, sagði hann glottandi og spurði í kjölfarið: “ekki ertu fluttur þangað?” “Jú reyndar, er það slæm gata eða....?

Líklega er þessi gata með þeim verri hvað varðar eiturlyf og fíkla í Kbh.

En hvað veit maður, það er ekki eins og ég búi í South Bronx. Mér finnst samt svolítið kúl að segja frá þessu því þetta er ekkert svo slæmt hverfi, bara nokkrir að fá sér, tja, krakk á tyllidögum. En með þetta allt saman í huga gerir mann engu að síður pínu nojaðan þó svo það sé jafn líklegt að ég verði limlestur hér og á Bræðraborgarstígnum.

Hvort hleypur maður þegar maður verður hræddur eða verður maður hræddur við það að hlaupa?

Hræðist maður; ljótt fólk, illa lyktandi fólk, fatlað fólk, ókunnugt fólk??
Maður sér mann. Annar er “ógæfumaður” og hinn verður hræddur. Sá ógæfulegi vill kannski spjalla en hinn hörfar og verður hræddur. Ógæfumaðurinn hefur brotið normið. Hann er samt óútreiknanlegur og það er ástæðan fyrir því að hinn hræðist hann. Sama ástæða og hann forðast geitunga. Ef kettlingar væru alltaf að reyna að stökkva á andlitið á manni, myndi maður líklega forðast þá.

Við nennum ekki að standa í böggi, alveg sama hvað það er.

Það er naumast spekin í manni. Var nefninlega að koma úr IKEA sem er einmitt mikill innblástur skrifa. Djöfull hata ég IKEA.

fimmtudagur, september 15, 2005

Vesturbær=Vesterbro=Vesterbronx

já já, haldið að maður sé bara ekki kominn með samastað. Ekki er staðsetningin af verri endanum eða Abel Cathrines Gade 3 i stuen, 1654 København V.

Þetta er 12 fm herbergi hjá 35 ára gamalli konu sem er eldfjallafræðingur og er ótrúlega líbó og næs. Hún ætlar meira að segja að gefa mér rúm. Hún sagði reyndar að stundum væru einhverjir djönkarar að sprauta sig í tröppunum fyrir utan ef ég væri að koma seint heim. Ef þesar aðstæður kæmu upp þá ætti ég bara að segja "Fuck off!" og þá hrökklast þeir víst í burtu, það sagði hún allavega.

Ég flyt svo þangað á mánudaginn ef allt gengur upp, er að hugsa um að leigja mér svona flutningamenn til að bera allt draslið mitt.

Þá vitið þið það, það getur komið einn og gist í einu. Bara láta mig vita með sólarhrings fyrirvara svo ég geti farið og keypt bedda í Jysk.

mánudagur, september 12, 2005

Vill einhver vera memm!

Má til með að segja frá því að ég er búinn að kaupa miða á eftirfarandi tónleika:

Anthony and the Johnsons í okt, aftur.
Echo and the Bunnymen í okt.
Depeche Mode í feb.

Svo misstum við af miðum á The White Stripes.

Annars er allt í steik, engin íbúð og er langt á eftir í skólanum, en hress!

fimmtudagur, september 08, 2005

Áfram Rasmus Nielsen klapp, klapp, klapp, klapp, klapp!

Maður bara kominn út aftur, fyrir viku reyndar.

Er í augnablikinu á fullu að reyna að redda mér herbergi einhversstaðar og er að skrá mig inn á kollegí borgarinnar. Fékk nefninlega ekki íbúðina sem ég átti að fá.

Lítill fugl hvíslaði því að mér að það væri gott trix að fara á kollegíin og grenja í skrifstofuliðinu og segja þeim snöktandi að maður væri á götunni. Ég er nú meiri karlmaður en svo að ég geti farið að grenja eftir pöntunum en ég fór þó á stúfana og ætlaði að vera aumur í fasi og kannski fá einhver vorkunnarprik hjá þessu liði sem samþykkir fólk inn á kollegíin.

Dagurinn byrjaði á fyrirlestri í skólanum sem var fínn. Fór svo með Solo á The international office í skólanum og sögðumst við vilja fara til S-Afríku hvað sem það kostaði. E-ð Jónu Hansen look a like var himinlifandi yfir þessu því hún hafði dvalist í Mósambík í e-r ár og ætlar að gera allt til þess að senda þessa góðu vini þar sem annar er svartur og hinn hvítur til lands aðskilnaðarstefnunnar!!

Fór svo á Folkeregistrerið til að skipta um adressu - tímabundið. Það gekk ágætlega. Svo stússaði ég enn meira, póstinn og svona. Í gær var líklega 30 stiga hiti, sól og massaraki. Slíkum skilyrðum er maður nú ekki vanur og svitnaði því eins og lítið ljón, í síðbuxum.

Rasmus Nielsen hét kollegíið sem ég ætlaði að heimsækja þennan daginn. Skrifstofan er opin milli 15.30 og 16.30 á Onsdögum eingöngu. Bullsveittur eftir allt stússið fyrr um daginn kom ég heim og klukkan orðin 16.00 sem þýddi; ó sjitt ég þarf í sturtu og hunskast út á Rasmus Nielsen kollegiet. Korteri síðar var strákurinn orðinn fínn og búinn að æfa eina ræðu sem átti að framkalla meðaumkun, samkennd og vorkun (sem þýðir allt það sama). Þuldi ræðuna á dönsku fyrir munni mér á leiðinni á Rasmus fokking Nielsens kollegiet.

Þegar þangað var komið var allt harðlæst eins og vera ber á alvöru kollegíum. Ég renndi því yfir listann við hliðina á dyabjöllunni og fann eitt númer, 551, sem við stóð ***kontor. Gat ekki verið nein önnur bjalla því ég notaði útilokunaraðferðina og hananú!! Ég leit á spegilmynd sjálfs míns í glerinu á útidyrahurðinni á Rasmus Nielsens kollgíinu til að athuga hvort ekki væri allt enn stífgreitt til hliðar. Það stóð heima.

551-enter. Svo beið og leið. Þá var svarað. Karlfauskur sem vildi ekki ná því að ég þyrfti aðeins að tala við hann um herbergi og svona. 2 mínútna samtal áttum við í gegnum dyrasíma á dönsku, sem er mitt annað móðurmál, je ræt!! Svo skellti hann bara á eftir að við höfðum talað saman og misskilið hvorn annan í 2 mín.

Stymminn lét nú ekki bjóða sér slíkann dónaskap enda búinn að hafa sig til og semja ræðu. Hringdi því aftur og sagði:”Blessaður! Þetta er ég aftur. Hann spurði mig hvort ég skildi ekki neitt. Ég spurði hann hvort mammans hefði misst hann með legvatninu og svo skellti hann aftur á mig og sagði að ég mætti bara eiga mig.

Gekk ég því í burtu vonsvikinn og sár, með skottið á milli lappana en greitt til hliðar!