miðvikudagur, júní 29, 2005

Hvað segirðu gott?

Það er svolítið skrítið að koma aftur til Reykjavíkur. Það tekur mig nokkra daga að komast í gírinn og rifja upp samskiptatæknina sem hér þrífst.

Á ég að heilsa þessum eða bara nikka hann eða á ég að byrja að spjalla? Þetta eru spurningar sem ég spyr mig að er ég geng um götur borgarinnar. Ég nefninlega hvorki heilsa né nikka sumt fólk sem ég hef talað við áður og það ekki mér. Líklega er mikið af þessu fólki fólk sem ég hef hitt á barnum. Kannski finnst sumum ég ekki nógu kúl til að spjalla við í Austurstrætinu. Kannski er þetta bara eitthvað sem hefur alltaf viðgengist hér. Ég meina, væri maður ekki bara heilsandi allann liðlangan daginn hinum og þessum ef maður ætlaði að heilsa öllum sem maður hefur spjallað við einhvern tíma, eða verið með í skóla einhvern tíma? Kannski er fullt af fólki sem ég er búinn að gleyma að ég talaði við á Grand Rokk í hitteðfyrra eða var með í bekk í Vesturbæjarskóla.

Er nefninlega farinn að venjast því að strunsa áfram starandi á gangstéttina fyrir neðan mig og eiga ekki von á að hitta neinn sem ég þekki.

Ég er búinn að vera eitthvað taugaveiklaður frá því ég kom heim vegna þessa en það fer að lagast.

þriðjudagur, júní 21, 2005

My own private way to Reykjavík

Þá er þetta að verða búið. Á enn eftir að fá tvær einkunnir en er ansi öruggur með mig varðandi þær.

Bartholinsgade 11 verður kvödd með virtum á laugardagsmorgun. Enginn Haukur til að faðma á morgnanna, engar sokkakúlur (óhreinu sokkarnir hans Hauks)úti í horni, engar köngulær í hárinu mínu á morgnanna, enginn Medhi, HP eða Agla að væla um að fá að gista um helgar, engin paranoja um að Ulrik Plate sé að koma til að berja okkur. Aldrei aftur La Fiorita pizzur, king of kebab og enginn Abu Grahib hakkali sem á rauðan Guloises.
Kannski ætti ég bara að vera.

En við taka vinir og vandamenn, sveit, Grái, KB og allir hinir.

Sjáumst á laugardaginn.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Þannig er það

Allir að verða geðveikir í törninni okkar. Ég veit ekki hvar ég væri án Solo. Nú situr hann á móti mér að syngja með laginu "the winner takes it all" með ABBA, en Solo er einmitt frá Svíþjóð.

"If we get a 10 in this fucking exam we should play this song"

Annars er stefnt á heimkomu eftir 9 daga.

Mæli annars með hljómsveitinni Goodnight Department, sá þá læv í gær og þeir piltar hafa tekið stórstígum framförum frá því þeir voru grýttir niður af sviðinu á Stengade 30 fyrir stuttu.

Skemmtistaðurinn RUST opnaði aftur í gær, ákvað að sleppa því að fara. Mér skilst að það sér komið málmleitarhlið við innganginn.

"on a cold and gray sjuppen morning,
another little hungry child is born,
in the ghetto"

fimmtudagur, júní 02, 2005

Gravediggah!

Er að gera verkefni þessa daganna. 40 síður eiga að liggja tilbúnar til mats eftir 10 daga. Ég held við höfum grafið okkar eigin gröf. Við fengum nefninlega að semja verkefnið sjálf en það varð að innihalda eitthvert vandamál hjá einhverju fyrirtæki. Við völdum að spyrja okkur sjálf að: "In which way does Apple, Inc. differentiate from competitors from a service point of view and how deos this contribute to Apple's economic goals".
Er ég hálfviti?

Fékk 10 um daginn. Það hafði ekki gerst síðan ég var 12 ára. En dönsk tía er ekki 100% heldur 90%. Það var samt næs.

Kem til Íslands eftir mánuð ca. Það fer eftir því hvort ég fari á Roskilde eða ekki. Veit að ég á ekki fyrir því en er að pæla í að slá Björgólf.

Í sumar verð ég að vinna hjá SH eða Icelandic Group. Þar mun ég lesta gáma undir vökulu auga fyrrverandi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar.

Jæja veriði blitz, ekkert hretz og massa stritz.