miðvikudagur, mars 08, 2006

Fashion is for fashion people!

Síðast var ég á leiðinni á DM. Æðislegir tónleikar og alveg risastórir. Kannski ekki eins mikil nánd og í París forðum daga en engu að síður skemmtilegt. Vonbrigðin voru þau að starfsmenn Parken voru með of mikla loftræstingu í gangi svo að hann Dave okkar fór ekki úr að ofan þó að sumir hafi kallað "take your jacket off, Dave!" milli allra lagana.

Síðastliðinn föstudag fór ég svo að sjá Chicks on Speed í Loppen. Það var alvöru. Áttaði mig ekki á, í upphafi, hvers vegna það var aldrei neinn á barnum. Engin röð og maður fékk afgreiðslu um leið. Það var heldur ekki svo mikill kannabismökkur inni í salnum svo ég hugsa að sumir hafi verið að fá sér smá "smarties" og kannski vatnsglas. Sviðsframkoma þeirra stúlkna var óvenjuleg og ofsalega skemmtileg. Þær leyfðu aðdáendum sínum að vera uppi á sviðinu að djöflast með þeim, ca 30 manns á þessu littla sviði. "Kaltes Klares Wasser" og "Euro trash girl" stóðu upp úr ásamt "for all the boys in the world" sem allir kannast nú við.

Öll vorum við sátt að tónleikum loknum. Mjög þéttur hópur.

Á laugardaginn var partý á Nordlandsgade, það var til klukkan 7. Sumir fóru í splitt en aðrir afklæddust. Við Eva gengum heim í sólskini, sem læðir inn hjá manni samviskubiti.

Heimsókn "stúlku sem ég kann afar vel við" var kærkomin og héldum við upp á það með því að skála í Irish svona við og við.

Á morgun er ég að fara í kokteil með strákunum í Börsen-klúbbnum; Jóni, Hannesi, Lýði, Ágústi og Bjarna og þeim.

Ætla því núna að fara að pressa buxur og pússa skó.

12 Comments:

Blogger hs sagði...

Styrmir !

Strákar fara ekki saman í kokteil !!!

huldasif

16:22  
Blogger styrmir sagði...

ok Hulda, illa orðað. Ég er nenfninlega að fara á ráðstefnu með Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni og fél. Og þeir eru víst soldið í kokteilunum.

16:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég frétti að þú ætlaðir að bjóða öllum strákunum heim í kokteil fyrir ráðstefnuna á 25fermetrana. Marta

18:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Færð 50 kall ef þú tekur Sigurjóns Kjartansonar "kokteilboðatýpuna" úr Fóstbræðrum á ráðstefnunni.

...flott, gott að heyra.

16:57  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú ef þér fer eitthvað að leiðast
á ráðstefnunni þá ferðu bara úr
stífpressuðu silkijakkafötunum og
hendir þér í splitt eða spíkat!
Þú fengir allavega athygli strákanna í Brúnni.
Rína Ryback

15:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þessir námsmenn, alltaf þessi stífi lærdómur.

19:25  
Blogger hs sagði...

ég hef heyrt því fleygt að jón ásgeir drekki vodka í diet kók...
sel það ekki dýrara en ég keypti það. ég vona að þú hafir frekar fengið kokteil og gleypi því síðasta komment ofan í mig og ropa.

skál
hlakka til að hitta þig .. vonandi bráðum


hs

02:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja bróðir, hvað er að frétta frá Kaupinhavn?, kannski spurning um að skella inn einni færslu fyrir hana systur þína!
Marta-

15:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega engin frammistaða Styrmir!

01:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

frammistaða..kannski heyrist e-ð fyrir Jónsmessu...
Ryback

22:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very nice site! Management training for trainers Rio mp3 player 160mb central vacuum cleaner Free wirelss phone plans comparison etymotic research er-6i noise isolator earphones http://www.cdbusinesscard4.info/Designyourownbusinesscard.html

23:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Wonderful and informative web site. I used information from that site its great. Marketing contact keith bates interest email sales Tattoo removal tissue expansion laser tattoo removal mundele Laser tattoo removal warrington Navy cpo leadership training ge appliances country planet Psoriasis itchy rash dermagon products eczema Picture of laser tattoo removal acuvue contact lens information Executive training development job titles

02:44  

Skrifa ummæli

<< Home