föstudagur, maí 27, 2005

Já já já já, 25, 30 40 50 stiga hiti eða eitthvað. Allir að stikna og auðvitað var kíkt í garð kónganna. Tan-Wörkátið var geðveikt. Öll vorum við með glennta fingur og tær í 5 klukkutíma.

Hauki finnst vond prumpulyktin mín og hefndi sín með því að setjast berrassaður á mig í þessum töluðu....

Vildi að þið væruð hér...

miðvikudagur, maí 25, 2005

Agla Jackson

Vonandi muntu fyrirgefa mér þetta Agla!

Smellið á myndina til að sjá þessi sterku svipbrigði.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Tvífarar

Ég hef alltaf haft gaman að tvífarabröndurum og hef nú vettvang til að koma á framfæri þeim sem mér þykir tvífarar.

Fyrstu tvífararnir eru Arnar Grant og Haukur hamar. (smellið á myndirnar hér til hægri til að sjá stærri útgáfu).

Aldrei að vita nema fleiri tvífarar fylgi í kjölfarið.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Sambýlis-fólk

Krakkarnir á sambýlinu í Köben fengu óvæntan glaðning í dag, stafræna myndavél. Þau urðu öll ofsa spennt og tóku til við að mynda hvert annað í bak og fyrir. Afraksturinn má sjá hér til hliðar í myndaalbúminu.

Endilega kommentið á hvaða mynd sé best, þ.e. hver er ólíkastur sér.

...og Selma, þú getur þetta stelpa!

mánudagur, maí 16, 2005

Sólardagar í Sjöppen

Krakkarnir tóku sér hlé frá lærdómi til að sleikja sólina í Kongens Have í gær. Rosa fjör og allir í Frizzzbee. Myndir frá gærdeginum eru undir "fyrsta sett" hér til hliðar.

Haukur Agla og ég fengum okkur göngutúr í gærkvöldi sem átti að enda á einum öllara á einhverjum púbb. Þetta var um 23 leytið og við erum að ganga fáfarna götu bara í rólegheitunum. Það var orðið dimmt og frekar hráslagalegt um að litast. Við stoppum á einu horni til að virða fyrir okkur hús sem okkur þykir einkenilegt í laginu og erum að metast um hvert okkar veit mest um byggingarlist almennt. Þá, upp úr þurru byrjar almenningssími að hringja sem er beint fyrir framan okkur, svo nálægt að okkur bregður geðveikt við fyrstu hringingu. Við kjúklingarnir þurftum ekki meir og hlupum í burtu. En, þetta er gott grín sem ég mæli með að fólk taki upp, þ.e. að finna númerið í svona síma og hringja svo til að athuga viðbrögð fólks við því. Þeir sem gerðu þetta við okkur hafa eflaust hlegið mikið miðað við panikkið.

Æi, gleymdi því í smástund að það er bara einn almenningssími á Íslandi. Er ekki eitthvað bogið við það?

Áfram Selma!

miðvikudagur, maí 11, 2005

Víkurfréttir

Ég skrifaði um rakalykt um daginn. Hún hefur magnast rosalega síðustu vikur og ég skildi ekkert í þessu, vaknaði inni í Blómavali eða Eden kannski, alla morgna. Svo fattaði ég að ég bý við hliðina á Botaniske have eða grasagarði kaupmannahafnar. Merkilegt, ekki satt?

Dagarnir eru venjuegir og líða, ég er þreyttur á að bíða en aldrei koma jólin. Sit heima allann daginn að reyna að lesa fyrir próf sem er eftir tvær vikur en næ ekki að byrja. Það virðist svo einfalt að opna bók og lesa hana en ég get það ekki. Skrítið, vegna þess ég veit að ef ég byrja þá mun ég halda áfram og hafa sæmilega gaman af. Ótruleg innri barátta sem á sér stað á þessum bænum.

Upplifði skrítna tilfinningu um daginn. Lít upp og jafnvel dýrka fólk sem er jafngamalt eða jafnvel yngra en ég. Þetta eru einhverjir fyrirliðar fótboltaliða á Englandi sem ég hélt að væru miklu eldri en þeir eru. Það var eiginlega soldið óþægilegt.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ónotalegar uppáferðir

Ég hef tvisvar á ævinni tekið törn í að lyfta lóðum. Í bæði skiptin án árangurs og í bæði skiptin var ég að fara til sólarlanda.

Við Haukur höfum verið frekar svipaðir í vextinum, langir og grannir. Núna finnst mér ég ekki komast fyrir lengur í eigin rúmi.
Haukur ákvað fyrir um mánuði síðan að byrja að lyfta lóðum. Það var ekki nóg heldur vildi stráksi skjótann árangur og hefur fyllt eldhúsið okkar af einhverjum dunkum og dollum sem innihalda kreatín, prótein, mysuprótein, askorbínsýrur og eitthvað annað djöfulsins drasl. Gott og vel, sumarið að koma og hver vill ekki hafa hamlaða hreyfigetu þá!! Kreatínnotkun fylgir fret og það í miklu magni. Í tíma og ótíma er Haukur að spreyja kreatínskýjum um alla íbúð, það getur verið pirrandi en hvað get ég gert?
Nú hefur Haukur Hamar verið að lyfta í ca. mánuð og orðinn ansi ÞYKKUR! Já, árangurinn lætur sko ekki á sér standa enda teygar Hamarinn kreatín samviskusamlega kvölds og morgna.
Þessa daganna sef ég fyrir innan. Haukur var þar fyrstu mánuðina og nú er komið að mér. En það er farið að þrengja ískyggilega að mér úti í horni. Rekkjunauturinn breikkar og breikkar á meðan ég rýrist ef eitthvað er. Ástandið er orðið svo slæmt að ég fékk martröð um daginn. Martröðin var þannig að ég var fyrir innan og Haukur kom heim af fylleríi en ég var sofnaður. Svo leggst hann upp í og orðinn pínu graður greyið og reynir að fara á mig og ég get ekkert gert því Haukur er orðinn svo sterkur og þungur eftir allar lyftingarnar. Þetta var eitthvað sem ég óttaðist ekki áður því þá trúði ég því að ég gæti nú hent Hauknum af mér ef hann reyndi eitthvað. Ég vaknaði með andfælum áður en ég fékk að vita hvort Hauki hefði tekist að fara á mig eða ekki. Núna sef ég alltaf með annað augað opið.

Ég sá lóð í íþróttabúðinni úti á horni um daginn. Þetta eru svona heimalóð, full taska og hægt að þyngja og létta að vild. Næsta mál er að fá sér svoleiðis og vera alltaf að lyfta þeim þegar Haukur kemur heim. Til að hræða hann enn meira ætla ég alltaf að vera allsber á meðan en í uppháum hvítum eróbikk-skóm. Það ætti að kenna honum að reyna ekki að fara á mig í svefni!!!